24. ágúst. 2011 09:00
Þingflokkur Vinstri-hreyfingarinnar – græns framboðs hefur samþykkt yfirlýsingu sem gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra að skipa sjálf nýja stjórn Byggðastofnunar, en leita ekki tilnefninga í stjórnina frá þingflokkum á Alþingi. Orðrétt segir: „Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs gagnrýnir harðlega þá ákvörðun iðnaðarráðherra að setja stjórn Byggðastofnunar af og skipa nýja í hennar stað þvert á óskir VG. Jafnframt lýsir þingflokkurinn stuðningi við fráfarandi fulltrúa VG í stjórninni og þakkar þeim fyrir vel unnin störf.“