Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2011 04:05

Sjö ára Skagastrákur slær í gegn í tónlistarmyndbandi

“Þetta var gaman en samt svolítið þreytandi þegar þeir þurftu að taka myndir aftur og aftur á sama staðnum. Það var flott að sjá myndirnar en samt svolítið skrítið,” segir Helgi Rúnar Bjarnason sjö ára strákur á Akranesi, en Helgi og fjölskylda hans lentu í heilmiklu ævintýri í sumarfríinu. Það voru kvikmyndatökumenn frá RSA films í Bandaríkjunum sem óskuðu eftir litlum strák frá Íslandi til að vera þátttakandi í myndaseríu frá helstu náttúruperlum á suðausturlandi þar sem landslagið væri ekki ólíkt umhverfi á öðrum hnöttum; sandur og stuðlaberg. Umrætt tónlistarmyndband var síðan frumsýnt á vef National Geographic sjónvarpsstöðvarinnar sl. fimmtudag.

Ingibjörg Barðadóttir móðir Helga Rúnars segir að venjulega hafi sumarfríið hjá fjölskyldunni farið í ferðir á fótboltamót, en í þetta skipti hafi það snúist um umræddar kvikmyndatöku, sem eigi rætur sínar að rekja til frænkunnar Svönu Gísladóttur sem starfar hjá RSA films. Þessar tökur voru í kringum fyrstu helgina í júlí, einmitt þegar hlaup hófst í Skaftá sem hreif með sér brúna yfir Múlakvísl á Mýrdalssandi. Það kostaði mun meira umstang fyrir fjölskylduna sem m.a. varð að skilja fellihýsið eftir á sveitabæ í Meðallandi við Kirkjubæjarklaustur og sækja hann viku síðar.

 

Nánar er rætt við Helga Rúnar Bjarnason og móður hans í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag. Myndbandið má sjá hér að neðan.

 

 

 

 

Myndbandið við lagið Holocene með Bon Iver:

 

http://youtu.be/TWcyIpul8OE

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is