Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2011 11:01

Stórsveit Snæfellsness stofnuð í vetur

Kennsla hefst við Tónlistarskóla Grundarfjarðar samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 31. ágúst. Alls eru 110 nemendur innritaðir í skólann og um tólf nemendur eru á biðlista. Þórður Guðmundsson skólastjóri segir sem betur fer engar breytingar á starfsfólki en sömu kennarar hafa verið við skólann undanfarin ár þrátt fyrir allt fjarhagsbaslið. “Ég held að því sé helst að þakka að kennarahópurinn er samheldinn, jákvæður, metnaðarfullur, hefur skýr markmið og leggur sig fram um að skila af sér góðum nemendum og góðum straumum inn í samfélagið hér í Grundarfirði,” segir Þórður.

Aðspurður um sérkenni skólans segir Þórður kennarana vera opnari fyrir öðrum hlutum en hinni aldargömlu klassísku og hefðbundnu tónlistarmenntun sem margir tónlistarskólar ganga út á, þó svo að vissulega sé ekki slegið af kröfum í þeim efnum.

 

 

“Við opnum meira á rythmiska fræði og leggjum mikla áherslu á að nemendur fái sem flest tækifæri til að leika með öðrum nemendum og kynnist ýmsum tegundum tónlistar og glími við þær á þeim vettvangi. Ég held að það sé mikilvægt að við sinnum okkar nærsamfélagi vel hvað varðar tónlistarfræðsluna, tónleika og ýmsar uppákomur. Ég sakna svolítið samstarfs skólanna hér á Vesturlandi sem stóðu að árlegu verkefni sem kallað var TónVest. Nú hafa flestir hinna skólanna snúið sér að sameiginlegu verkefni á landsvísu sem kölluð er Nótan og gengur út á allt aðra hluti en þessa.”

Á undanförnum árum hefur tónlistarskólinn verið í nokkru samstafi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Árið 2007 var til dæmis boðið upp á valáfanga í FSN sem hlaut nafnið Tónsmiðja og árið 2009 var boðið upp á áfanga í tengslum við söngleik sem settur var upp í samstarfi tónlistarskólans, grunnskólans og fjölbrautaskólans hér í Grundarfirði og nefndur var Blúndubrók og Brilljantín. “Þetta var söngleikur sem gekk fyrir fullu húsi í einar sex eða sjö sýningar enda gríðarlega metnaðarfullt og gott starf þar í gangi undir stjórn Sonju Karenar Marinósdóttur tónlistarkennara. Nú í ár verður í boði valáfangi við FSN sem kenndur verður í Tónlistarskóla Grundarfjarðar undir stjórn Baldurs Rafnssonar í samstarfi við tónlistarskólana á Snæfellsnesi. Markmiðið er að stofna Stórsveit Snæfellsness eða BigBand sem heldur veglega tónleika í lok annar. Þetta verkefni verður vonandi kveikja að frekara samstarfi tónlistarskólanna hér á nesinu við fjölbrautaskólann okkar og draumurinn er að í FSN verði möguleiki á að nemendur geti valið sér Tónlistarbraut. Ég held að mér sé óhætt að segja að mikill áhugi er á meðal stjórnenda skólanna og sveitastjórnarmanna hér á svæðinu um þetta málefni,” segir Þórður Guðmundsson skólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is