Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2011 11:31

Reynum alltaf að gera eitthvað nýtt

Skólaárið í Tónlistarskóla Snæfellsbæjar hófst síðastliðinn mánudag, 22. ágúst. Að sögn Valentínu Kay skólastjóra er nemendafjöldinn svipaður og undanfarin ár eða um nítíu nemendur. “Það er litill biðlisti hjá okkur að þessu sinni og aðallega í gítarnám og nám á ásláttarhljóðfæri. Við bjóðum upp á fjölbreytt tónlistarnám en það sem hefur verið vinsælast hjá okkur er píanónám, gítar, trommur og söngnám,” sagði Valentína. Tónlistarskóli Snæfellsbæjar hefur starfstöðvar á þremur stöðum, það er í Ólafsvík, á Hellissandi og Lýsuhóli. Helstu áherslur skólastjórnenda er að gott samstarf ríki á milli foreldra, nemenda, kennara og annarra stofnana í bæjarfélaginu.

Valentína segir engar breytingar verða á starfsfólki í ár. Aðrir kennarar við skólann eru Nanna Þórðardóttir sem kennir á píanó, blokkflautu og söng auk þess að sjá um forskólann, Evgeny Makeev kennir á blásturshljóðfæri og gítar og eiginkona hans, Elena Makeeva, kennir á píanó og blokkflautu. Sjálf kennir Valentína skólastjóri á píanó og harmonikku ásamt því að kenna tónfræði og söng.

“Við reynum alltaf að gera eitthvað nýtt hér í skólanum,” heldur Valentína áfram. “Í fyrra fengum við til dæmis frábæra hugmynd en þá héldum við jólatónleika með þátttöku foreldra. Foreldrar spiluðu og sungu ásamt börnum sínum, með aðstoð kennara ef nauðsyn var. Þá héldum við einnig sér tónleika með eldri nemendum skólans og fengum nokkra gestaspilara úr bæjarfélaginu til að spila með þeim. Við fáum örugglega einhverjar góðar hugmyndir á þessu ári,” sagði Valentína Kay skólastjóri að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is