Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2011 12:31

Starf lúðrasveitarinnar er fjöður í hatti skólans

Kennsla í Tónlistarskólanum í Stykkishólmi hefst nú í vikulokin. Að sögn Jóhönnu Guðmundsdóttur skólastjóra er útlit fyrir svipaðan nemendafjölda og í fyrra. “Þó mun hugsanlega eitthvað fækka þar sem skólanum er gert að draga saman og öll yfirvinna er bönnuð þetta skólaár. Reynt verður að verða við öllum umsóknum að einhverju leyti, en ekki er ótrúlegt að nokkrir lendi á biðlista,” segir Jóhanna. Eina breytingin á starfsfólki í ár er sú að Martin Markvoll tekur aftur við starfi sínu sem lúðrasveitarstjóri og málmblásturskennari og Hjálmar Sigurbjörnsson sem leysti hann af síðastliðin tvö ár hverfur á brott.

 

 

 

 

Aðspurð um nýjungar við skólann á þessu skólaári segir Jóhanna kennara skólans jafnan vera vakandi fyrir nýjum hugmyndum varðandi kennslu og námsefni. “Við höfum sérstaklega verið að gera tilraunir með ný og fjölbreyttari samspilsverkefni og munum örugglega halda því áfram í vetur. Annars er skólastarfið í stöðugri mótun. Við leggjum áherslu á að hver nemandi fái kennslu við sitt hæfi og hafi kost á fjölbreyttu námsefni. Starfað er með aðalnámskrá tónlistarskóla að leiðarljósi og fylgjum við samræmdu áfangakerfi með þeim nemendum sem kjósa að taka stigspróf sem þau geta tekið með sér inn í einingakerfi fjölbrautaskólanna.

Kannski má segja að sérkenni skólans sé það öfluga og metnaðarfulla starf sem þar hefur verið unnið alla tíð. Skólinn er stór miðað við stærð bæjarfélagsins þar sem að jafnaði yfir 10% bæjarbúa eru skráðir nemendur. Einnig hefur starf lúðrasveitar skólans verið fjöður í hatti hans, en hún er meðal elstu lúðrasveita landsins, stofnuð lýðveldisárið 1944,” segir Jóhanna Guðmundsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans í Stykkishólmi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is