Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2011 11:01

Gott fyrir kennara að vera í tengslum við atvinnulífið

Karlmannsnafnið Þjóðbjörn er sjaldgæft og Þjóðbjörn Hannesson, vélstjóri og fyrrum framhalds-skólakennari á Akranesi, segist aðeins vita um einn annan sem beri nafnið en það er systursonur hans, Þjóðbjörn Jóhannsson. „Afi hét Þjóðbjörn en ég hef ekki fundið nafnið lengra aftur. Þjóðbjörg er hins vegar nokkuð þekkt kvenmannsnafn og kannski kom nafnið á afa þannig til,“ segir hann. Þjóðbjörn hætti kennslu í fyrrahaust, 65 ára gamall, eftir að hafa kennt við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frá stofnun skólans, að vísu byrjaði hann að kenna árið áður við Iðnskólann á Akranesi en fram að því hafði hann unnið við skipaskoðun og vélstjórn frá því hann lauk námi við Vélskóla Íslands árið 1968. Hann hefði getað hætt kennslu sextugur samkvæmt 95 ára reglu opinberra starfsmanna en gerði það ekki. Það var svo þegar bæði hann og kona hans, Kristrún Líndal Gísladóttir, greindust með krabbamein með stuttu millibili að þau ákváðu bæði að hætta störfum. Yfir þau veikindi komust þau bæði og nú njóta þau lífsins með því að sinna áhugamálum sínum. Þar eru ferðalög efst á blaði, félagsstörf og ljósmyndun.

 

Spjallað er við vélstjórann og fyrrum framhaldsskólakennarann Þjóðbjörn Hannesson í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is