24. ágúst. 2011 12:48
Innritunar- og kynningardagur íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi verður á morgun fimmtudaginn 25. ágúst í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum (sal 1 og 2) klukkan 17:30-19. Þá kynna félögin starfsemi sína fyrir bæjarbúum. Þarna geta bæjarbúar kynnt sér á einum stað allt það sem er í boði á þessu sviði. Einnig verður tekið við skráningum í vetrarstarf félaganna. Til að flýta fyrir og sleppa við langar biðraðir er hægt að nálgast skráningarblöð á heimasíðu Íþróttabandalags Akraness; www.ia.is Hægt er að flýta ferlinu með að taka blöðin með útfyllt og stytta þannig biðtímann.