Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2011 03:01

Fjölmenni við vígslu nýs skólahúss í Heiðarskóla

Salur nýja Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit var þétt setinn í gær þegar nýtt og glæsilegt skólahús var vígt og skólinn settur formlega. Þau tímamót eru nú í sveitarfélaginu að ekki er aðeins verið að taka nýtt skólahús í notkun fyrir grunnskólann heldur hafa Heiðarskóli og leikskólinn Skýjaborg verið sameinaðir í eina stofnun, nýjan sameinaðan skóla. Það setti táknrænan svip á vígsluafhöfnina þegar nemendur beggja skólanna færðu gjafir til skólans. Ingibjörg Hannesdóttir skólastjóri greindi frá því að ákveðið hafi verið að efna til samkeppni um nafn á nýjum sameinuðum skóla.

 

 

 

 

Fjöldi ávarpa var flutt við vígslu skólahússins. Sveitarstjórinn Laufey Jóhannsdóttir reið á vaðið og afhenti hún skólastjóra lykla að nýja skólanum. Gunnar Valur Gíslason forstjóri Eyktar, aðalverktakans við skólabygginguna, ávarpaði samkomuna og afhenti um leið peningagjöf til nemendafélags Heiðarskóla. Nemendur lásu ljóð og síðan var komið að ávörpum Sigurðar Sverris Jónssonar oddvita sveitarstjórnar, Ingibjargar Hannesdóttur nýs skólastjóra, Birnu Maríu Antonsdóttur formanns fræðslu- og skólanefndar og Ólafs Inga Jóhannessonar formanns verkefnisstjórnar um byggingu skólans.

 

Ingibjörg skólastjóri lýsti þeirri stemningu og samhug sem hún fyndi fyrir í garð skólans og skýrði frá nýju skipuriti um stjórnun sem nauðsynlegt var að gera vegna sameiningar skólanna. Birna María formaður fræðslu- og skólanefndar sagðist hafa góða tilfinningu fyrir skólastarfinu og kraftinum sem fylgdi Ingibjörgu og hennar starfsliði.

 

Í nýjum sameinuðum skóla verða í vetur tæplega 120 nemendur, 84 á grunnskólasviði og 33 á leikskólasviði. Við sameinaðan skóla starfa 32. Í lok skólasetningar á þriðjudag gengu nemendur með kennurum sínum í rúmgóðar kennslustofur í nýja skólanum. Vígslu- og setningarathöfninni lauk síðan með því að gestir nutu veitinga, en meðal annars var bökuð stærðarinnar rjómaterta í tilefni dagsins.

 

Sjá fleiri myndir frá setningunni í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is