Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2011 06:44

Finnar sýna Grundartanga áhuga fyrir natríumklóratverksmiðju

Finnska fyrirtækið Kemira sendi nýlega fyrirspurn til Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um mögulegt athafnasvæði fyrir natíumklóratverksmiðju á Grundartanga. Kemira er með megnið af sinni starfsemi í Finnlandi, en vinnur nú skýrslu um starfsemina sem metin verður hjá Skipulagsstofnun með tilliti til hvort hún sé háð umhverfismati. Kemira hefur einnig spurst fyrir um hugsanlegt afhafnasvæði fyrir nýja verksmiðju við Bakka á Húsavík, þannig að merkja má töluverðan áhuga Finnanna fyrir starfsemi hér á landi.

 

 

 

 

Laufey Jóhannesdóttir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segir að um sé að ræða verksmiðju sem veita myndi 60-70 manns vinnu, auk afleiddra starfa. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segist bíða þess að sjá skýrslu finnska fyrirtækisins og þá sé hægt að gera sér grein fyrir umfanginu, ef til þess komi að Kemira sækti um lóð og setti þar niður starfsemi. Formleg lóðarumsókn liggur ekki fyrir, en rætt hafi verið um fimm hektara svæði.

 

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar bókaði á síðasta fundi sínum, að það væri mat nefndarinnar að fyrirhuguð framkvæmd vegna natríumklóratverksmiðju þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum, annars vegar vegna þess mikla magns hættulegra efna sem tengjast starfseminni og hins vegar vegna hugsanlegra samlegðaráhrifa með annarri starfsemi á svæðinu, svo og með tilliti til orkubúskapar á landsvísu.

“Augljóst er að breyta þarf aðalskipulagi til að reisa megi verksmiðjuna þar sem henni er ætlaður staður. Enn áréttar nefndin þá skoðun sína að gera þurfi heildarmat á þolmörkum Grundatangasvæðisins meðal annars með tilliti til mengunar á svæðinu,” segir í bókun nefndarinnar, en þess má geta að sveitarstjórn samþykkti nýlega breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar meðal annars um stækkun iðnaðarsvæðisins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is