Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2011 06:54

Framúrkeyrsla hjá Akraneskaupstað einkum vegna gengistaps

Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku var farið yfir rekstrarniðurstöðu samstæðureiknings janúar-júní. Niðurstaða fyrir fjármagnsliði er tap upp á 81,3 milljón króna en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir hagnaði upp á 12,2 milljónir króna. Þegar fjármagnsliðir eru teknir inn í niðurstöðuna er tapið 232,5 milljónir á móti áætluðu tapi upp á 42,7 milljónir króna. Uppgjörið er fyrir samstæðureikning, þ.e. bæði A- og B- hluta stofnana. Með hliðsjón af fyrirliggjandi stöðu milliuppgjörs samþykkti bæjarráð að fela stofum og ráðum að taka til endurskoðunar fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Bæjarráð óskar eftir að greinargerðir liggi fyrir eigi síðar en 6. september nk. ásamt tillögum til að bregðast við gefi rekstrarstaða tilefni til slíkra aðgerða innan viðkomandi málaflokka.

 

 

 

Bæjarráð samþykkti einnig að fela bæjarritara að afla upplýsinga um fjárhagsstöðu og rekstrarhorfur hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem Akraneskaupstaður er hlutfallslega ábyrgur fyrir skuldbindingum við, svo sem Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahöfnum, Höfða, SSV og fleirum.

 

Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sagði í samtali við Skessuhorn að ástæða neikvæðrar rekstrarniðurstöðu fyrir fyrstu sex mánuði ársins, mætti meðal annars rekja til þess að bærinn hafi orðið að koma til móts við íbúana, vegna erfiðrar stöðu sem m.a. má rekja til þjóðfélagsaðstæðna og stöðu í atvinnumálum. Rekstrar- og kostnaðarhækkanir hefðu orðið meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, svo sem vegna kjarasamninga. Þá hefðu gengismálin verið óhagstæð á þessu ári, þveröfugt við það sem þau voru fyrir rekstur bæjarins á síðasta ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is