Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2011 08:47

Íbúar á Hagamel 10 fengu umhverfisviðurkenningu Hvalfjarðarsveitar

Afhending umhverfisverðlauna Hvalfjarðarsveitar fór fram í ráðhúsinu að Innrimel sl. miðvikudag. Það voru hjónin á Hagamel 10 í Melahverfi, þau Sigríður Kristjánsdóttir og Sigurgeir Þórðarson, sem fengu viðurkenninguna. Þau fluttu á Vesturland og byggðu upp í Melahverfinu um það leyti sem umferð opnaðist undir Hvalfjörð og hafa frá þeim tíma verið að hlúa að sínum sælureit í Hvalfjarðarsveit. Nú eins og síðustu árin voru tilnefnd í einum flokki til umhverfisverðlauna í Hvalfjarðarsveit, heimilislóðir, býli og fyrirtæki. Það var síðan þriggja manna nefnd sem mat tilnefningarnar en hún var að þessu sinni skipuð þeim Jóni Guðmundssyni garðyrkjumeistara, Elísabet Ragnarsdóttur og Sigurlín Gunnarsdóttur.

Jón lýsti niðurstöðum nefndarinnar og sagði að hvarvetna hefði verið mjög snyrtilegt og fallegt um að litast og fjölbreytileikinn mikill, enda komið til skoðunar bændabýli, fyrirtæki og blanda af hvoru tveggja, sumarbústaðahverfi og skrúðgarðar. Þau býli og fyrirtæki sem tilnefndir voru til umhverfisverðlaunanna auk Hagamels 10 voru Skipanes, Ós 3, Saurbæjarkirkja, Belgsholt, braggahverfið á Miðsandi, sumarbústaðahverfið Bjarteyjarsandi, Gröf, Eystra-Súlunes, Hlíð, Ferstikluskáli, Laxárbakki, Kalastaðir og  Heynes 2.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is