Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2011 09:37

Veruleg fækkun í rjúpnastofninum að mati Náttúrufræðistofnunar

Náttúrufræðistofnun hefur rannsakað viðkoma rjúpunnar í vor og sumar. Niðurstöður ungatalninga sýna að hörð tíð í vor og fyrri hluta sumars hafi a.m.k. á Norðausturlandi haft veruleg neikvæð áhrif á viðkomu stofnsins. Heldur betri niðurstaða fékkst þegar rjúpur á Suðvesturlandi og Austurlandi voru taldar. „Talningar í vor sýndu að varpstofninn minnkaði verulega á milli ára og ræður þessi fækkun, ásamt viðkomubresti, því að rjúpnastofninn í upphafi vetrar er miklu minni en verið hefur mörg undanfarin ár,“ segir á vef stofnunarinnar.

 

 

 

 

Einn þáttur í árlegri vöktun rjúpnastofnsins er mat á viðkomu fuglanna. Þetta er gert með því að fara um úthaga og telja allar rjúpur og aldursgreina og að auki að kyngreina fullorðnu rjúpurnar. Þessi gögn eru síðan notuð til að reikna hlutfall unga í lok sumars. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar töldu rjúpur á Suðvesturlandi og Norðausturlandi og starfsmenn Náttúrustofu Austurlands töldu eystra. „Almenna reglan er sú að viðkoma rjúpunnar er að jafnaði góð, frjósemi er mikil og hver kvenfugl verpur um 12 eggjum. Síðsumars eru að meðaltali um 8 ungar á hvert par og hlutfall unga í hauststofni því um 80%. Þetta á við hvort heldur rjúpnastofninn er í upp- eða niðursveiflu og það eru því ekki breytingar á frjósemi sem ráða stofnsveiflum rjúpunnar. Helsta undantekningin frá þessu er þegar gerir hörð hret á eggja- eða ungatíma rjúpunnar (í maí til júlí). Sú var raunin í ár. Á Norðausturlandi var maímánuður rjúpunni mjög erfiður; kuldar og snjóar. Sama gerðist í júní, kalt var í veðri og miklar rigningar voru í lok mánaðarins. Afleiðingar harðrar tíðar sjást á niðurstöðum talninganna en meðal annars var 31% kvenfugla á Norðausturlandi án unga. Eins var meðalstærð ungahópa heldur minni en í meðalári og nam munurinn um einum unga (6,9 ungar á kvenfugl 2011 á móti 8,2 ungum á kvenfugl 1981-2011). Hlutfall unga í rjúpnastofninum á Norðausturlandi er því 71%. Þetta er eitt lægsta gildi sem mælst hefur á þessu svæði síðan talningar hófust 1981, aðeins árið 1992 er svipað.“

Talningar frá Suðvesturlandi og Austurlandi gefa aðra mynd. Nær allir kvenfuglar sem sáust þar voru með unga (98%) og ungahóparnir voru stærri (7,5 ungar á kvenfugl á Suðvesturlandi og 8,1 ungi á kvenfugl á Austurlandi). Hlutfall unga í síðsumarsstofni rjúpunnar er samkvæmt þessum gögnum 79% á Suðvesturlandi og 80% á Austurlandi.

„Samandregið sýna niðurstöður ungatalninga að hörð tíð í vor og fyrri hluta sumars hefur, a.m.k. á Norðausturlandi, haft veruleg neikvæð áhrif á viðkomu rjúpunnar. Talningar í vor sýndu að varpstofninn minnkaði verulega á milli ára. Þessi fækkun ásamt viðkomubresti ræður því að rjúpnastofninn í upphafi vetrar er miklu minni en verið hefur mörg undanfarin ár,“ segir í frétt Náttúrufræðistofnunar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is