Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2011 10:08

Betri rekstur en mikið gengistap einkennir fyrri helming árs hjá OR

Regluleg starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur skilaði betri afkomu fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Má rekja það til aukinna tekna, samhliða stórhækkun gjaldskrár, auk aðhalds í rekstri. Handbært fé frá rekstrinum nam 8,9 milljörðum króna og hækkaði um rúma tvo milljarða frá sama tímabili 2010. Tap fyrirtækisins á fyrri hluta þessa árs var 3.822 milljónir króna samanborið við 5.118 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra, þegar gengisþróun var hagfelldari en nú. Vegna óhagstæðrar gengisþróunar á fyrri helmingi ársins voru fjármagnsliðir neikvæðir um 11 milljarða í staðinn fyrir að vera jákvæðir um tæpa þrjá milljarðar á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningunni frá OR segir að þetta hafi gerst þrátt fyrir hækkun álverðs á tímabilinu, sem eykur bókfært virði innbyggðra afleiða vegna raforkusölusamninga OR til stórnotenda. Hækkun á bókfærðum skuldum vegna tæplega 6% gengislækkunar á tímabilinu vó mun þyngra en rekstrarbatinn það sem af er ári. Heildarskuldir OR í lok tímabilsins námu 243,6 milljörðum króna, en voru 223,7 milljarðar um síðustu áramót. Heildareignir 30. júní sl. voru 293 milljarðar króna en voru 286,5 milljarðar um síðustu áramót. Eigið fé þann 30. júní 2011 var 49,5 milljarðar króna en var 52,8 milljarðar í lok árs 2010.

 

Gengistapið á árinu hefur skapað mikinn viðsnúning á gjaldahliðinni, en lán hafa hækkað um rúma tíu milljarða, þar af um milljarð vegna vaxtahækkana. Áætlanir forsvarsmanna OR til að bæta fjárhagsstöðu fyrirtækisins gera m.a. ráð fyrir sölu eigna fyrir einn milljarð á árinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is