Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2011 02:06

Lóðaeigendum við Vesturgötu dæmdar hærri eignarnámsbætur

Matsnefnd eignarnámsbóta hefur kveðið upp úrskurð í fimm málum sem tengjast eignarnámi Akraneskaupstaðar á lóðum við Vesturgötu á Akranesi. Deilur hafa nú um tveggja ára skeið staðið milli bæjaryfirvalda og viðkomandi lóðaeigenda vegna fyrirhugaðrar lagningar skólpræsa og göngustígs meðfram sjávarkambinum við Vesturgötu og Krókalón. Þar sem fyrirhugaður göngustígur þverar eignarlóðir óskaði Akraneskaupstaður eftir því í maí 2010 að matsnefnd eignarnámsbóta mæti bætur vegna fyrrgreindra framkvæmda við lóðir númer 67, 93, 97, 101 og 103 við Vesturgötu þar sem samkomulag hafði ekki tekist um verð. Akraneskaupstaður krafðist þess að hinar eignarnumdu lóðaspildur yrðu látnar af hendi gegn ákveðnu fermetraverði fyrir það land sem sannanlega tapaðist undir göngustíginn. Námu þær bætur frá 165 til 472 þúsund fyrir hverja lóð eftir stærð þeirra. Höfðu þessir lóðaeigendur hafnað því boði, en þorri lóðaeigenda við Vesturgötu höfðu samþykkt skilmála bæjaryfirvalda.

 

 

 

Málavextir eru í stuttu máli þeir að nýtt deiliskipulag á svokölluðu Krókalónssvæði á Akranesi tók gildi 22. júlí 2008. Samkvæmt því var ætlunin að leggja nýjar frárennslislagnir við Krókalón og Vesturgötu og leggja yfir þann stað göngustíg til almenningsnota, sbr. aðalskipulag og svæðisskipulag. Samningar um bætur fyrir framkvæmdina höfðu ekki náðst við þessa fimm lóðareigendur um kaup á landinu sem um ræddi. Bærinn bauð sem nam 6.377 krónum fyrir fermetra lands sem lóðaeigendur töpuðu undir göngustíginn. Til að framfylgja samþykktu skipulagi svæðisins hafi Akraneskaupstaður því þurft að framkvæma eignarnám á viðkomandi lóðum enda byggði eignarnámið á almannaþörf um lagningu fráveitu og stíga. Skipulagsstofnun hafði áður fallist á að um almannaþörf væri að ræða. Þá hafði Héraðsdómur Vesturlands einnig dæmt að Akraneskaupstað væri heimilt að taka tvo af umræddum lóðahlutum eignarnámi, en dæmdi ekki um matsverð.

 

Úrskurðarnefnd eignarnámsbóta mat það svo í úrskurði sínum 23. ágúst sl. að dæma bæri lóðaeigendum hærri bætur fyrir skerðingu lands, en Akraneskaupstaður bauð. „Telur nefndin að enginn vafi leiki á því að sú fyrirætlan að almenn umferð verði um stíginn hafi áhrif á verðmæti eigna eignarnámsþola og þá til einhverrar lækkunar frá því verði sem nú má ætla að það sé. Eins og hér háttar til verða því eignarnámsþolum metnar bætur vegna þessa auk bóta fyrir hinar eignarnumdu lóðarspildur,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Úrskurður nefndar um eignarnámsbætur var því á þá lund að dæma lóðarhöfum fyrrgreindra lóða bætur frá 700 þúsund krónum til 1,5 milljón króna auk málskostnaðar í tveimur tilfellum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is