Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2011 11:09

Vesturlandsliðin með tap og jafntefli

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í gær og áttu Vesturlandsliðin bæði hlut að máli. Víkingur Ólafsvík laut í gras fyrir Selfyssingum sem stefna ótrauðir á úrvalsdeildina við hlið Skagamanna sem þegar hafa þegar tryggt sér annað lausa sætið þar. Það var Jón Daði Böðvarsson sem skoraði eina mark leiksins fyrir Selfoss sem fór því heim með öll þrjú stigin úr leiknum sem fram fór á heimavelli Víkings í Ólafsvík.   Skagamenn gerðu eitt – eitt jafntefli í Grafarvogi gegn Fjölni. Stefán Þór Þórðarson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu á 34. mínútu. Hann fiskaði sjálfur spyrnuna þegar Fjölnismaðurinn Geir Kristinsson varði með hendi á vítateignum og uppskar rautt spjald fyrir vikið. Liðsmuninn tóks Skagamönnum ekki að nýta sér því það var Gunnar Valur Gunnarsson sem jafnaði metin fyrir gestgjafana með laglegum skalla á 50. mínútu. Fleiri urðu mörk leiksins ekki og úrslitin því jafntefli í Grafarvoginum.

Fyrir leiki gærdagsins gátu Skagamenn tryggt sér sigur í 1. deildinni. Selfoss er nú í öðru sæti og stendur vel að vígi í baráttunni um lausa úrvalsdeildarsætið. Enn eru þrjár umferðir eftir og er ÍA því ekki öruggt með 1. sætið í deildinni enn sem komið er.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is