Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2011 01:22

Metfjöldi eigna auglýstar til nauðungarsölu

Sýslumanns-embættið í Borgarnesi hefur aldrei auglýst jafnmargar eignir til nauðungaruppboðs og í Morgunblaðinu sl. laugardag. Eignirnar voru um 180 talsins og þöktu hálfa aðra síðu í blaðinu. Meginþorri þeirra var frá þremur eignarhaldsfélögum. Kiðá og Selfelli sem byggðu upp á Bifröst en þriðja félagið er Lendur sem byggði upp í Skorradal. Stefán Skarphéðinsson sýslumaður sagði stöðuna og ástandið afleiðingu góðærisins svonefnda og hrunsins í kjölfarið. “Þetta hefur verið mikið um tíma og er mikil breyting frá því ég kom hingað til starfa 1994. Þá voru þetta 10-20 eignir sem voru í farvatninu. En síðan kann að vera að mikill fjöldi þessara uppboðsbeiðna verði afturkallaðar,” segir Stefán. Hann segir að í auknum mæli sé beðið um uppboð á sumarbústaðalóðum og sumarbústöðum.

 

 

 

 

“Þessi mikli fjöldi eigna sem eru í nauðungaferli, kallar á gríðarmikla vinnu hjá okkur. Áður hafði embættið yfir að ráða fjórum lögfræðingum en nú eru þeir bara tveir. Við höfum ekki fengið áheyrn hjá ráðuneyti á sama tíma og dómarastéttin hefur fengið það, með fjöldun dómara bæði í yfir- og undirrétti. En það er ekkert hlustað á okkur og niðurskurðinum beitt grimmt. Að auki hefur verið boðuð sameining embætta og aðskilnaður lögreglustjórnar frá sýslumannsembættum. Við bíðum þess að sjá nýtt frumvarp frá innanríkisráðherra varðandi þessari hugmyndir,” segir Stefán Skarphéðinsson sýslumaðurinn í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is