Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2011 08:01

Ekið á bíl berjatínslufólks

Umferðaróhapp varð á veginum yfir Bröttubrekku um helgina. Tildrög þess voru þau að fólk við berjatínslu á heiðinni hafði lagt bíl sínum á veginum. Annar fólksbíll í sömu akstursstefnu var nýkominn úr beygju á veginum þegar hann mætti vöruflutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins hafði ekki önnur úrræðin en að aka aftan á kyrrstæða fólksbílinn. Ekki urðu slys á fólki en flytja þurfti annan fólksbílanna burtu á kranabíl.  Umrætt óhapp hafði ekki komið inn á borð lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum þegar leitað var fregna hjá embættinu í gær. Tíðindamaður Skessuhorns í Dölum benti á að nú sé sá tími að berjatínslufólk er mikið á ferðinni og leggi gjarnan bílum sínum á eða við þjóðveginn. Vert sé að vekja athygli þess á að leggja bifreiðum sínum helst ekki á vegunum, en að öðrum kosti að velja stæðin þar sem útsýni er gott til beggja átta þannig að ekki skapist af hætta fyrir aðra umferð.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is