Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2011 07:00

Árleg landskeppni smalahundafélagsins fór fram í Fljótsdal

Hin árlega landskeppni Smalahundafélags Íslands var haldin  við frábærar aðstæður að Eyrarlandi í Fljótsdal um liðna helgi. Vel var mætt og var 21 hundur skráður til leiks en keppt er í þremur flokkum. Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands sá um framkvæmdina sem var til mikillar fyrirmyndar. Það var mál manna að aldrei hefði sést jafn sterkur A flokkur og í ár og unghundarnir voru síðan allir mjög álitlegir þó þeir væru komnir misjafnlega langt í náminu. Það er ljóst að innflutningur í ræktunina síðustu ár er að skila sér.

 

 

 

 

Í A flokknum voru í tveimur efstu sætunum hundar sem eru fluttir inn fulltamdir. Það er skemmtileg áskorun fyrir þjálfara hér að sjá hvaða snillinga er hægt að gera úr velræktuðum Border collie hundum, en að sjá þessa vel tömdu hunda vinna er algjör upplifun. Dómari var Martin Calvin Jones frá Wales og nutu hundaeigendur leiðsagnar hans varðandi hunda sína og einnig svaraði hann fyrirspurnum.  Verðlaun voru gefin af fyrirtækinu Líflandi; gjafabréf, fóður og fleira og Fljótsdalshreppur styrkti keppnina að auki. Samanlögð stig tveggja rennsla giltu til úrslita.

 

Úrslit urðu þessi:

 

Unghundar:

1. Svanur Guðmundsson -Tinni frá Staðarhúsum  127 stig.

2. Aðalsteinn Aðalsteinsson - Kría frá Daðastöðum  127 stig.

3. Sverrir Möller -Bjartur frá Ytra Lóni. 121 stig.

Við röðun í efsta sætið var farið eftir árangri í fyrstu þremur atriðum í braut.

 

B  Flokkur

1. Valgeir Magnússon - Snót frá Grundarfirði.  63 stig.

2. Bjarki Benediktsson - Trúska frá Breiðavaði. 47 stig.

3. Jón Geir Ólafsson - Snúður frá Garðabæ. 26 stig.

 

A Flokkur

1. Gunnar Guðmundsson - Karven Taff. 167 stig.

2. Hilmar Sturluson  -Dot frá Wales. 154 stig.

3. Elísabet Gunnarsdóttir  - Skotta frá Daðastöðum. 146 stig.

 

Verðlaun fyrir besta hund keppninnar hlaut Gunnar Guðmundsson fyrir Karven Taff. Verðlaun fyrir bestu tík keppninnar hlaut Hilmar Sturluson fyrir Dot frá Wales.

 

Frétt og mynd: Svanur Guðmundsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is