31. ágúst. 2011 08:01
Næstkomandi laugardag, 3. september, verður haldið fyrsta fjölþrautamót Skallagríms í Borgarnesi og hefst mótið klukkan 12. Mótið er opið öllum ungmennum á aldrinum 11-15 ára og búist er við góðri þátttöku margra efnilegustu íþróttamanna landsins.
Keppnisgreinar á mótinu eru: 11 ára stúlkur og drengir; 60 m hlaup, langstökk, kúluvarp og 400 m hlaup. Sömu greinar eru fyrir aldursflokkana 12 ára og 13 ára. Keppnisgreinar fyrir 14 ára stúlkur og drengi eru: 80 m grindahlaup, kúluvarp, hástökk, spjótkast og 400 m hlaup. Sömu greinar eru hjá 15 ára nema drengirnir hlaupa 100 m grindahlaup. Stig verða reiknað samkvæmt unglingastigatöflu FRÍ.