30. ágúst. 2011 01:43
Um nýliðna helgi var umferðin á sex talningarstöðum við höfuðborgarsvæðið 4,3% minni en um sömu helgi í fyrra. Þetta er síðasta sumarhelgin í samanburði Vegagerðarinnar á helgarumferð á Hringveginum út frá höfuðborginni, en í heild dróst sú umferð saman um 4,9 prósent á milli ára. Af 13 samanburðarhelgum, helgunum í júní, júlí og ágúst, reyndist umferðin þrjár helgar meiri en um sömu helgar fyrir ári og tíu helgar minni. Á einstaka stöðum er samdrátturinn í heild í sumar eftirfarandi: Hvalfjarðargöng 4,2%, Hafnarmelar 6,2%, Hellisheiði 6%, Ingólfsfjall við Selfoss 4,4%, Geitháls 5,6% og Árvellir 3,6%.