Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2011 09:01

Varp sjófugla misfórst í þjóðgarðinum

“Sjófuglavarp var mjög lélegt í sumar. Stór hluti ritunnar hvarf snemma úr björgunum sem og fýllinn. Fáir svartfuglar voru í björgunum og fáir þeirra verptu. Þá byrjaði krían alltof seint að verpa og gekk mjög illa,” sagði Ellen Magnúsdóttir líffræðingur í samtali við Skessuhorn en hún fylgdist grannt með varpi og fuglalífi í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í sumar. Starfið var samstarfsverkefni milli þjóðgarðsins, Sjávarrannsóknasetursins Varar og Háskólaseturs Snæfellsness. “Svo virðist sem þessi slæmi varpárangur eigi einungis við um sjófuglana því varpið gekk til dæmis ágætlega hjá vaðfuglunum. Líklega er þetta sökum ætisskorts en vissulega gætu margir tengdir þættir spilað inn í.”

 

 

 

 

Ellen er með BSc gráðu í líffræði og lýkur í vetur meistaranámi í fuglafræði en meistaraverkefni hennar fjallar um vetrarstöðvar skúma. “Verkefni mitt í sumar var að fylgjast með fuglalífi í þjóðgarðinum og skrá niður hvaða tegundir er að finna á hverjum stað og auðvelda þannig ferðamönnum og fuglaáhugamönnum að nálgast ákveðnar tegundir. Þá vann ég einnig yfirlit yfir hvaða fuglar væru að verpa í þjóðgarðinum og hvernig varpið hefði gengið.”

 

Ljósari starrar á Snæfellsnesi

Ellen hélt opinn fyrirlestur í Átthagastofunni í Ólafsvík í síðustu viku um fuglalíf í þjóðgarðinum og fór yfir helstu tegundirnar sem þar er að finna. Ein af áhugaverðari staðreyndunum um fuglalíf á Snæfellsnesi er að frá Stykkishólmi og vestur á Hellissand hafa sést brúnleitari og ljósari starrar en gengur og gerist. Virðist þetta vera háð erfðum og eingöngu bundið við þetta svæði. Ellen sagði mætingu á fyrirlesturinn hafa verið ágæta þó svo að hún hefði auðvitað mátt vera betri. “Þetta var myndasýning þar sem ég fór yfir og sagði frá helstu fuglategundum þjóðgarðsins. Í fuglabjörgunum hefur til dæmis verið auðvelt að sjá svartfugl, ritu og fýl en ég skoðaði einnig spörfuglana og mófugla þó svo að fólk eigi erfiðara með að nálgast þá. Mjög gott er hins vegar að sjá vatnafuglana og vaðfuglana nálægt tjörnum og í fjöru. Ég vildi í raun hvetja fólk til að drífa sig út með kíkirinn og skoða fuglalífið í nágrenninu,” sagði Ellen að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is