Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2011 02:01

“Söngurinn gefur mér allt sem ég þarf”

“Mig dreymdi karlinn og þess vegna ákvað ég að gera þetta,” segir Sigurður Óli Ólason, eða Siggi Óli, en hann stendur, ásamt fleirum, fyrir styrktartónleikum til stuðnings Jóhanni Pálssyni frá Smiðjuhóli í Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 8. september næstkomandi. Á einum sólarhring voru yfir hundrað manns búnir að boða komu sína á samskiptavefnum Facebook og það er því enginn vafi í huga Sigga um að uppselt verði á tónleikana. “Jóhann er vel liðinn maður og hefur alltaf verið duglegur að hjálpa vinum sínum. Fyrir nokkru var hann einmitt að hjálpa nágrönnum mínum á bænum þegar hann fékk heilablóðfall. Eftir það er hann lamaður öðrum megin og bundinn við hjólastól. Ágóðinn af tónleikunum verður því notaður til þess að kaupa farartæki handa Jóa, svo hann verði frjáls ferða sinna. Ég fékk því félaga mína í Fjallabræðrum til liðs við mig, og fleiri flotta tónlistarmenn, til þess að gera þessa tónleika mögulega og allir gefa vinnu sína.”

 

Blaðamaður settist niður með Sigga Óla í Geirabakaríi í Borgarnesi í síðustu viku og spurði hann um styrktartónleikana, Fjallabræður, sveitina og samspil tónlistar og búskapar en viðtalið má lesa í heild í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is