Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2011 06:30

Umdeild sala Egilshúss í Stykkishólmi

Stykkishólmsbær hefur nú selt húsið við Aðalgötu 2 í Stykkishólmi sem ætíð er nefnt Egilshús og er eitt af eldri húsunum í hjarta bæjarins, ofan við höfnina. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn gagnrýna harðlega sölu hússins. Telja þeir að ekki hafi farið fram opin og ábyrg umræða um söluna heldur hafi oddviti L-listans, Lárus Ástmar Hannesson, sent tilboðsgjafa gagntilboð án þess að allir bæjarfulltrúar hafi getað tekið upplýsta og ábyrga afstöðu til málsins. Þá telja bæjarfulltrúar D-listans umrætt gagntilboð vera of lágt verð fyrir húsið og lægra en þau verð sem greidd hafi verið fyrir sambærileg hús í Stykkishólmi.

 

 

 

 

Beiðni um umræðu hunsuð

Í fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir sölu eigna, þar á meðal möguleg sala á Egilshúsi. Fimmtudaginn 4. ágúst síðastliðinn barst tilboð í eignina og var það tilboð tekið fyrir samdægurs á fundi bæjarráðs. Samþykkt var að hafna tilboðinu enda bæjarfulltrúar samþykkir því að ekki væri hægt að ganga að skilyrðum tilboðsins né upphæð þess. Föstudaginn 19. ágúst barst svo nýtt tilboð í eignina, frá sama aðila, með gildistíma til miðnættis 23. ágúst. Tilboðið var áframsent í tölvupósti til bæjarfulltrúa mánudaginn 22. ágúst og kom samdægurs fram beiðni fulltrúa D-lista um að taka málið fyrir á fundi bæjarstjórnar 25. ágúst en sú beiðni var hunsuð. Að kvöldi sama dags leggur oddviti L-lista til að sent verði inn gagntilboð að upphæð 38 milljónir króna og í kjölfarið ítreka bæjarfulltrúar D-listans beiðnir um að taka málið fyrir á fundi bæjarstjórnar áður en nefnt gagntilboð yrði sent inn. Bæjarfulltrúum L-lista leist hins vegar vel á að gera gagntilboð og að kvöldi þriðjudags 23. ágúst felur Lárus Ástmar Gyðu Steinsdóttur bæjarstjóra að senda inn gagntilboð upp á 38 milljónir króna sem hún og gerði. Föstudaginn 26. ágúst fengu bæjarfulltrúar það tilkynnt í tölvupósti að gagntilboðið hefði verið samþykkt.

 

Bæjarstjórn hefði átt að gefa sér umþóttunartíma

“Við teljum að öll málsmeðferð hafi átt að vera á annan veg svo allir bæjarfulltrúar hefðu í kjölfarið getað tekið upplýsta og ábyrga afstöðu til málsins. Mánudaginn 22. ágúst hefði verið unnt að boða til aukafundar hjá bæjarstjórn með sólarhrings fyrirvara skv. bæjarmálasamþykkt. Bæjarstjórn hefði því getað fundað um málið þriðjudaginn 23. ágúst áður en nefnt tilboð nr. 2 rynni út. Engin þörf var á því að senda inn gagntilboð Stykkisbæjar fyrir miðnætti 23. ágúst þar sem sýnt þótti í tölvupóstssamskiptum bæjarfulltrúa að nefnt tilboð nr. 2 frá tilboðsgjafa væri of lágt og því ekki vilji til að taka því. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar gat því vel tekið sér umþóttunartíma fram yfir fyrirhugaðan bæjarstjórnarfund til að komast að niðurstöðu um ásættanlega upphæð og gert gagntilboð í framhaldi af því,” segir í bókun D-listans frá bæjarstjórnarfundi mánudaginn 29. ágúst síðastliðinn. Telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks mikilvægt að tryggja að starfsemin í Egilshúsi lendi ekki á hrakhólum enda séu þar á ferðinni mikilvægar stoðir í fjölbreyttri atvinnuflóru í Stykkishólmi.

 

Salan hefur jákvæð áhrif

Meirihluti bæjarstjórnar telur að sala á Egilshúsi hafi jákvæð áhrif á lausafjárstöðu Stykkishólmsbæjar. Viðhaldskostnaður vegna hússins leggst af auk þess sem fasteignagjöld af eigninni renna í bæjarsjóð. “Áætluð starfsemi í húsinu fellur vel að ímynd bæjarins í tengslum við sjálfbærni og heilsutengda ferðaþjónustu auk þess sem hún styður við annan rekstur í Stykkishólmi og eykur atvinnu,” segir í bókun meirihlutans.

Kaupandi hússins er fyrirtækið Gistiver ehf. sem er í eigu Grétu Sigurðardóttur. Hún rekur einnig gistiheimilið Bænir og Brauð í Stykkishólmi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is