Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2011 09:01

Íslandsmót í rally á Snæfellsnesi um helgina

Snæfellsnesrally verður haldið dagana 2. og 3. september, þetta er fjórða árið í röð sem rallað er á Snæfellsnesi. Á síðasta ári unnu heimamenn keppnina, þá sigruðu Einar Sigurðsson og Símon Grétar Rúnarsson á Audi Quatro S2 eftir harða baráttu, aðeins munaði 15 sekúndum á efstu bílum í lok ralls. Keppnin í ár samanstendur af þremur leiðahlutum og fer sá fyrsti fram á föstudagskvöld, annar fer fram fyrir hádegi á laugardag og sá þriðji og síðasti eftir hádegi á laugardag. Eftir fyrsta og annan leiðahluta gefst þeim sem dottið hafa út kostur á að gera við og mæta aftur til keppni. Rásröð keppenda verður breytt fyrir hvern leiðahluta eftir stöðu í lok fyrri hluta.

 

 

 

 

Á föstudag verður ekið um Jökulháls, Eysteinsdal og Breið, að því loknu verður viðgerðarhlé í portinu við frystihúsið í Ólafsvík.

Á laugardagsmorgun verður ekið um Jökulháls og Eysteinsdal og síðasta leið fyrir hádegishlé verður Breið, í hádeginu verður viðgerðarhlé á planinu við Stakkholt. Fyrsta leið eftir hádegi verður innanbæjarleið í Ólafsvík sem fengið hefur nafnið Orkubrautin, leiðin liggur síðan austur eftir Snæfellsnesi þar sem ekið verður um nýja sérleið um Eyrarfjall, Berserkjahraun verður ekið tvisvar og síðan verður leiðin um Eyrarfjall ekin aftur áður en ekið er til Ólafsvíkur þar sem verðlaunaafhending verður í Átthagastofunni.

 

Innanbæjarleið - Orkubrautin

Fyrsta sérleið eftir hádegi á laugardag er innanbæjarleið sem hefur fengið nafnið Orkubrautin þar sem að Orkan hefur gefið aukaverðlaun fyrir þann sem ekur leiðina á skemmstum tíma. Því má búast við miklum tilþrifum. Leiðin liggur um hafnarsvæði Ólafsvíkur og má sjá leiðina merkta inn á loftmyndina hér við hlið. Mikilvægt er að áhorfendur haldi sér í hæfilegri fjarlægð til að verða ekki fyrir grjótkasti. Á milli þess sem undanfari ekur leiðina og þangað til eftirfari fer um þá er leiðin lokuð öllum öðrum en rallybílum. Samkvæmt tímaáætlun verður fyrsti bíll ræstur inn á leiðina kl. 13.53

Upplýsingamiðstöð og stjórnstöð rallsins verður  í Átthagastofunni á meðan á rallinu stendur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is