Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2011 11:01

Góður sigur hjá ÍA stúlkum í öðrum flokki

Stúlkurnar í öðrum flokki kvenna hjá ÍA gerðu góða ferð í Kópavoginn í gær og lögðu lið Breiðabliks 3-1. Með þessum úrslitum settu þær pressu á Val, því þær stúlkur eiga nú tvo leiki eftir og geta komist einu stigi yfir ÍA. Takist það ekki standa ÍA stúlkur uppi sem Íslandsmeistarar. Með þessum árangri hafa Skagastúlkur skotið stórliðum Vals, Stjörnunar og Breiðabliks aftur fyrir sig með góðri frammistöðu í sumar. Af fjórtán leikjum í sumar unnu ÍA stúlkuur níu, gerðu tvö jafntefli og töpuðu þremur. Markatalan: 23 : 10 þeim í vil.

Leikurinn í gær byrjaði fjörlega og ljóst að Skagastúlkur ætluðu sér ekkert annað en sigur. Á fyrstu mínútunum áttu þær ágætar marktilraunir m.a. skot í stöng og slá. En inn vildi boltinn ekki og staðan í hálfleik var því 0-0. Seinni hálfleikur fór ágætlega af stað og ÍA gerði harða hríð að marki Blika. Það varð svo gegn gangi leiksins að Blikar skoruðu á 60. mínútu. En þá gáfu Skagastelpurnar í og héldu áfram í miklum baráttuhug. Það skilaði sér í marki á 70. mínútu þar sem Dúna Sturlaugsdóttir lét vaða í tæklingu á vítateignum og af henni fór boltinn rakleitt í netið út við stöng. Um 10 mínútum seinna fékk Maren Leósdóttir fínan bolta innfyrir vörn Blika. Maren lék boltanum að marki og vippaði laglega yfir markmanninn, boltinn lenti í slánni og innfyrir línu og staðan orðin 2-1. Þrátt fyrir að vera komnar yfir þá sýndu stelpurnar styrk sinn og héldu góðum tökum á leiknum. Það var svo á 86. mínútu að Unnur Ýr tók boltann út við hliðarlínu á hægri kanti, lék á einn Blika og annan til áður en hún smellti boltanum í markhornið uppi. Vel gert og þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum - staðan 3-1 og það urðu lokatölur leiksins.

 

Nú er að bíða og sjá hvað setur fyrst KSÍ raðar leikjum þannig niður að bíða þarf fram á haust eftir lokaleik mótsins, þann 8. september. Þá leika Valur-Breiðablik, en Valsstúlkurnar eiga reyndar annan leik til þar á milli gegn Stjörnunni.  ÍA stúlkur í 2. flokki hafa staðið sig vel í sumar. Hvort árangrinum fylgir bikar kemur í ljós fimmtudaginn 8. september.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is