Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2011 02:01

Nýtt kennslueldhús tekið í notkun í Grundaskóla

Í dag voru fyrstu kennslustundir í nýrri aðstöðu fyrir heimilisfræði í Grundaskóla á Akranesi. Nýja aðstaðan er mjög glæsileg og gjörbylting, að sögn kennaranna í heimilisfræði, en sú gamla var barns síns tíma. Við breytinguna var skipulagi breytt á neðri hæð skólans þar sem kennslustofur við verklegt nám eru. Heimilisfræðin hefur nú yfir að ráða tveimur kennslustofum í stað einnar áður. Nú er mögulegt að kenna heilum bekk í einu í stað hálfs bekkjar áður. Katrín Leifsdóttir, sem hefur lengstan starfstíma við kennslu í heimilisfræðum í Grundaskóla, segir að kennarar hafi verið með í ráðum varðandi hönnun innréttinga og val á tækjum, en innréttingar voru smíðaðar hjá TH-innréttingum á Akranesi. Í hverri kennslustofu eru sex vinnustöðvar og er áætlað að á hverri stöð séu að jafnaði tveir nemendur við vinnu. Milli kennslustofanna tveggja er búr og þvottastaða.

 

 

 

 

Það var 2. bekkur sem reið á vaðið í morgun í fyrsta tíma. Blaðamaður Skessuhorns kom og skoðaði aðstöðuna þegar annar tíminn var að byrja og þá voru 1. bekkingar að koma í sína fyrstu kennslustund í heimilisfræði. Katrín Leifsdóttir fræddi börnin um undirstöðuatriðin í heimilisfræðinni svo sem hreinlæti og hollustu matar. Skiptar skoðanir komu upp í hópnum hvort að Karíus og Baktus væru raunverulega til, en stúlka í hópnum benti réttilega á að þeir væru svo agnarsmáir að þeir sæust ekki, þetta væru sem sagt agnarsmáar örverur sem þrifust illa þegar hreinlæti væri gott. Sátt náðist um þá niðurstöðu en greinilegur áhugi var fyrir náminu hjá þessum ungu nemendum, enda glæsileg námsaðstaða sem þeir fá að njóta í nýja kennslueldhúsinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is