Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2011 07:01

Aka bæði á metanbílum

Það er athyglisvert að tveir einstaklingar sem eru í forsvari fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í Snæfellsbæ, eru með búsetu líka á höfuðborgarsvæðinu. Bæði Georg Andersen hjá Valafelli í Ólafsvík og Erla Kristinsdóttir hjá Sjávariðjunni aka reglulega milli Snæfellsness og höfuðborgarsvæðisins.  Þau eiga það einnig sammerkt að aka um á Volkswagen Passat metanbílum og metanfyllingin dugir þeim fram og til baka og í smá snatt á Nesinu. Erla segir fyllinguna á bílinn kosta 3.130 krónur og það dugi henni til að fara fram og til baka milli Rifs og Hafnarfjarðar auk þess sem hún fari tvær ferðir á dag milli Rifs og Hellissands, þar sem hún á hús.

Georg segir aldrei hafa komið til þess að hann hafi þurft að skipta yfir á bensín í sínum ferðum milli Mosfellsbæjar og Ólafsvíkur auk þess sem hann noti bílinn í snatt innanbæjar í Ólafsvík. Bæði spara þau umtalsverða peninga á þessu og eru auk þess umhverfisvæn með mengunarlausa bíla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is