Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2011 08:02

Borgarbyggð og Háskólinn á Bifröst í gagnkvæmt samstarf

Nýverið skrifuðu Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans á Bifröst og Páll S Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar undir samkomulag milli þessara stofnana um afslátt á þjónustukaupum Borgarbyggðar hjá skólanum. Fyrr í sumar var undirritað samkomulag á milli sömu aðila um að Borgarbyggð keypti stofnfé í Háskólanum á Bifröst fyrir 30 milljónir króna og koma kaupin til framkvæmda á árunum 2012-2014. Með báðum þessum samningum er sveitarfélagið að leggja lóð á vogarskálina til að styðja við og styrkja starf Háskólans á Bifröst.

 

 

 

 

Að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur rektors eru stefnt að því að auka stofnfé í sjálfseignarstofnun Háskólans á Bifröst um 50-60 milljónir króna á þessu ári. Auk framlags Borgarbyggðar komi aukið stofnfé frá einstaklingum og fyrirtækjum sem tengjast hollvinahópi skólans. „Markmið með rekstri sjálfseignarstofnana af því tagi sem Háskólinn á Bifröst er, er að skila taplausum rekstri. Þessir peningar koma því inn í reksturinn og styrkja skólann fjárhagslega þegar hann er að rétta úr kútnum eftir áhrif hrunsins,“ segir Bryndís. Aðspurð segir hún að vel horfi með aðsókn að skólanum í haust og staðnemun fjölgi nú umtalsvert á ný sem aftur hefur áhrif til fjölgunar nemenda við leik- og grunnskólana í nágrenninu. Sem dæmi nefndi hún að nemendum frumgreinadeildar háskólans hefði fjölgað mjög í haust, en sá hópur er jafnan skipaður fólki með reynslu úr atvinnulífinu sem auki breidd þekkingar í nemendahópnum til muna, svo sem í gegnum hópavinnu.

 

Auk þessara 30 milljóna sem Borgarbyggð mun leggja inn í sjálfseignarstofnun skólans á næstu þremur árum var sl. föstudag gerður þjónustusamningur um verulegan afslátt á kaupum Borgarbyggðar af ýmissi sérfræðiþjónustu á Bifröst. Þar á meðal er aðkeypt ráðgjöf, kannanir og kennsla.  Páll S Brynjarsson sveitarstjóri segir hvað kennsluna varði sé um að ræða hóp stjórnenda hjá sveitarfélaginu sem nú gefist kostur á að efla sig faglega og fái til þess afslátt af námskostnaði. Um er að ræða stjórnendanám sem þróað verður á Bifröst fyrir starfsfólk sveitarfélaga sérstaklega í fögum á borð við starfsmannastjórnun, lagaumhverfi og rekstri sveitarfélaga svo dæmi séu tekin. Námsframboð þetta verður þróað í samstarfi skólans og sveitarfélagsins og er samningurinn til þriggja ára og gert ráð fyrir að hann komi til framkvæmda í byrjun næsta árs.  Fram kom hjá Bryndísi og Páli að ef þetta verkefni tekst vel komi fastlega til greina að Háskólinn á Bifröst bjóði öðrum sveitarfélögum upp á viðlíka nám í kjölfarið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is