Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2011 09:01

Bætti heimsmet í réttstöðulyftu um 25 kíló

“Já, það má segja að ég hafi staðið við stóru orðin,” sagði grundfirski kraftlyftingamaðurinn Rúnar Geirmundsson þegar blaðamaður ræddi við hann nýverið. Síðast þegar við ræddum við hann sagðist hann stefna að því að verða sterkasti maður í heimi en á dögunum setti hann einmitt nýtt heimsmet í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokki á Íslandsmóti hjá kraftlyftingafélaginu Metal. “Heimsmetið bætti ég um 25 kíló og ég held ég eigi önnur tuttugu kíló inni. Ég fékk 190 kílóa lyftuna gilda en klúðraði 200 kg lyftunni með því að stíga aftur á bak. Ég keppi í 65 kg flokki og er því að lyfta þrefaldri líkamsþyngd.”

 

 

 

 

Rúnar heldur í nóvember til Flórída í Bandaríkjunum þar sem hann mun keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóta í kraftlyftingum. Þátttaka á slíku móti kostar þó dágóðan skilding og hefur Rúnar verið að safna styrkjum til ferðarinnar. “Þetta er mjög dýrt en ég hef hingað til fengið góðar viðtökur frá fyrirtækjum hérna á svæðinu. Heimsmeistaramótið verður erfiðasta mót sem ég hef keppt á en mitt markmið er að bæta heimsmet í öllum greinum. Ég mun keppa á móti mjög sterkum strákum, en ég ætla að vinna þá alla,” segir Rúnar og brosir.

 

Skal glaður pissa í hvaða glas sem er

Eins og áður sagði keppir Rúnar fyrir kraftlyftingafélagið Metal sem er ekki viðurkennt kraftlyftingafélag innan ÍSÍ. Fyrir vikið segist hann sitja leiðinlega mikið undir ásökunum um steranotkun. “Þegar ég byrjaði að lyfta ætlaði ég fyrst að keppa fyrir viðurkennt félag. Allir vinir mínir voru hins vegar hjá Metal og þess vegna fór ég í það. Nú hef ég eignast enn fleiri vini og komist að því hversu skemmtilegur andi ríkir innan félagsins og þá tími ég alls ekki að hætta. Fólk sem þekkir mig veit hins vegar að ég myndi aldrei taka stera og sé einhver í vafa skal ég glaður pissa í hvaða glas sem er,” sagði heimsmetshafinn Rúnar Geirmundsson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is