Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2011 08:01

Snæfellsnesrallíið var ekið um helgina

Snæfellsnesrallí 2011 fór fram um helgina. Keppnin var haldið af Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur og er þetta fjórða árið í röð sem klúbburinn heldur keppni á Snæfellsnesi. Valdimar Jón Sveinsson og Heimir Snær Jónsson úr Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur báru sigur úr bítum, óku á Subaru Impreza Prodrive á tímanum 1:07:10.  Þeir tóku forystu á fyrstu leið og létu hana aldrei af hendi. Í öðru sæti urðu Þorsteinn Páll og Witek á Subaru Impreza á tímanum 1:08:15. Þorsteinn og Witek óku mjög greitt á fyrstu leiðum og tókst að ógna forystusauðunum en einungis 9 sekúndur skildu bílana að þegar minnst var. Þá bætti Valdimar í hraðann og skildi andstæðingana eftir. Í þriðja sæti urðu Þórður Ingvason og Björn Ingi Björnsson eftir harða baráttu við Baldur Haraldsson og Elvar Smára Jónsson.  Báðar þessar áhafnir koma úr Bílaklúbbi Skagafjarðar. Þeir voru á tímanum 1:11:32.

 

 

 

 

Keppnin var æsispennandi og fór fram á ellefu sérleiðum. Leið þrjú yfir Jökulháls reyndist fimm keppendum dýrkeypt því á henni duttu fimm bílar út og urðu heimamennirnir Einar Sigurðsson og Símon Grétar Rúnarsson, sigurvegarar í keppninni í fyrra, fyrir því óláni að velta á fyrstu leið en þeir þóttu sigurstranglegir fyrir keppnina. Báðir sluppu þeir ómeiddir en Audi bifreið þeirra skemmdist of mikið til að þeir gætu haldið áfram. Hjá hinum sem duttu úr keppni fór tengsli í Pajero Sport þeirra Sighvats og Úlfars, millikassi gaf sig í Jeep þeirra Þorkells og Símonar, sem koma úr Staðarsveitinni, hjá Braga og Þórði fór vél og drifás en óhapp þeirra feðga Jóhannesar og Gunnars var af öðrum toga, þar sem bílveiki sonarins varð þess valdandi að skyggni innan úr bílnum varð mjög snögglega ekkert.

 

Þétt þoka gerði keppendum erfitt fyrir á fyrstu leiðum dagsins en þær voru eknar um Jökulhálsinn. Eftir hádegi lá leiðin innar á nesið þar sem ekið var um Berserkjahraun og Eyrarfjall. Keppendur óku um 80 kílómetra á tíu sérleiðum og lögðu alls að baki tæplega 300 km í keppninni.  Sérleið númer 7 sem fékk nafnið Orkubrautin var innanbæjar í Ólafsvík. Vakti hún mikla lukku bæði hjá keppendum og áhorfendum en haft var á orði að aldrei hafi jafn margir áhorfendur verið á rallíkeppni á Íslandi, en áhorfendur voru búnir að koma sér fyrir uppi á húsþökum gamla frystihússins og annarra húsa í kringum brautina. Sigurvegarinn á sérleiðinni voru Valdimar og Heimir Snær og fengu þeir 30.000 kr bensínúttekt hjá Orkunni að launum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is