Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2011 02:16

Skagamenn fögnuðu sigri í deildinni

Skagamenn náðu að leggja Gróttu 2:1 á Akranesvelli í gær og þar með að tryggja deildarmeistaratitilinn þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. ÍA er nú komið með 48 stig, sjö stigum meira en Selfoss sem vann BÍ/Bolungarvík heima 4:3, en sömu lokatölur urðu einnig í leik umferðarinnar sem fram fór á Akureyri þar sem KA vann Víking Ólafsvík 4:3. Það var því sannkölluð markaveisla í umferðinni.  Skagamenn byrjuðu mun betur í leiknum gegn Seltirningum í Gróttu og náðu að skora strax á sjöunda mínútu leiksins. Eftir snarpa og harða sókn fékk Stefán Þór Þórðarson boltann út við vítateigshornið hægra megin og klippti hann snyrtilega á lofti upp í nær hornið án þess að Kristján Finnbogason í marki Gróttu fengi rönd við reist.

Gestirnir komu meira inn í leikinn um miðbik hálfleiksins, en Gróttumenn heyja harða baráttu að halda sæti sínu í deildinni. Þeir urðu þó að nýju fyrir áfalli á 28. mínútu. Boltinn barst upp að marki Gróttu, engin hætta virtist á ferðum og Kristján markverði fannst hann greinilega öruggur með boltann þótt Einar Logi Einarsson Skagamaður sækti að honum. Það var öðru nær. Einar Logi vann boltann í loftinu og eftirleikurinn var auðveldur fyrir hann að ýta honum inn fyrir línuna. Það var síðan á næstsíðustu mínútu hálfleiksins sem markverðinum hinum megin, Páli Gísla Jónssyni í marki ÍA, urðu á mistök og Gróttumenn náðu að minnka muninn með frekar ódýru marki.

Seinni hálfleikurinn var fremur jafn. Gróttumenn gerðu hvað þeir gátu og sóttu meira fyrri hlutann án þess þó að skapa sér einhver dauðafæri. Það voru hinsvegar Skagamenn sem fengu dauðafæri undir lokin og voru óheppnir að ná ekki að bæta við. Þar voru á ferðinni varamennirnir Andri Adolpsson og Fannar Freyr Gíslason og sérstaklega var Fannar óheppinn að ná ekki að koma boltanum framhjá Kristjáni sem bætti þar fyrir mistökin úr fyrri hálfleiknum.

 

Skagaliðið var í heild að spila þokkalega í leiknum, en talsverðar breytingar eru á liðinu nú milli leikja og væntanlega verður svo áfram þegar titillinn er tryggður. Athygli í þessum leik vakti góð frammistaða kornungra nýliða sem voru í byrjunarliðinu, Halls Flosasonar og Sigurjóns Guðmundssonar.

 

Skagamenn eiga einnig heimaleik í næstu umferð, gegn KA-mönnum nk. laugardag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is