Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2011 01:40

Víkingar lágu í markaleik fyrir norðan

Víkingar Ólafsvík voru afar seinir í gang þegar þeir heimsóttu KA menn á Akureyri sl. laugardag. Gestgjafarnir voru búnir að skora þrívegis áður en gestunum tókst að svara fyrir sig. Þetta var mikill markaleikur sem endaði með 4:3 sigri KA, en þrátt fyrir sigurinn er KA enn tveimur stigum fyrir neðan Víking á töflunni.  KA-menn skoruðu strax á annarri mínútu og síðan aftur á 20. mínútu. Haukur Heiðar Hauksson fyrirliði skoraði bæði mörkin. Heimamenn komust síðan í 3:0 á 58. mínútu og var Daníel J. Howell þar á ferðinni. Skömmu áður hafði Einar Hjörleifsson markvörður Víkinga varið vítaspyrnu. Eldar Masic minnkaði muninn fyrir Víkinga á 60. mínútu og Björn Pálsson bætti um betur tíu mínútum síðar og minnkaði muninn í 2:3. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði úr víti fyrir KA á 80. mínútu og jók forystu heimamanna aftur í 4:2.

Víkingar voru komnir í ham eftir ágætan leikkafla þarna á undan og fengu víti tveimur mínútum eftir að KA skoraði. Artjoms Goncars mistókst að skora úr vítinu, en Helgi Óttar Hafsteinsson fylgdi vel eftir og náði að koma boltanum inn fyrir línuna, og minnkaði muninn í 3:4. Þrátt fyrir góða tilburði tókst Víkingum ekki að jafna metin og urðu því að sætta sig við eins marks tap eftir að hafa lent þremur mörkum undir í leiknum.

Víkingar eru sem fyrr í 6. sæti 1. deildar með 28 stiga og eiga enn góða möguleika á að enda í fjórða sæti deildarinnar, sem yrði mjög góð útkoma úr mótinu.

 

Tvær umferðir eru eftir. Víkingar sækja næst BÍ/Bolungarvík heim nk. laugardag, en fá síðan ÍR-inga í heimsókn í síðustu umferðinni á Ólafsvíkurvöll laugardaginn 17. september.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is