Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2011 06:44

Með ungbarnatónlist og box í farteskinu

Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævarsson eru bæði fædd og uppalin á Akranesi en voru nú í sumar að flytja heim aftur eftir fimmtán ára fjarveru. Fjarveruna frá heimaslóðum hafa þau meðal annars nýtt í að sækja sér menntun en Valgerður útskrifaðist sem tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2000 og Þórður er nú að hefja meistaranám í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands. Undanfarin þrjú ár hafa þau búið á Laugarvatni þar sem Þórður var við nám í sínum fræðum og Valgerður starfaði við kennslu í Grunnskóla Bláskógabyggðar. Fjögur árin þar á undan bjuggu þau í Danmörku við nám og störf. Þar lögðu þau stund á eitt og annað sem þau sjá fyrir sér að geti nýst íbúum á Akranesi.

Þann 13. september hefst ungbarnatónlistarnámskeið sem ætlað er fyrir foreldra og ungabörn. Valgerður heldur utan um þetta nám í samstarfi við Tónlistarskólann á Akranesi.  

Þórður starfaði í sumar við uppbyggingu og rekstur Ævintýrafélagsins sem starfrækt var m.a. í Garðalundi í sumar. Hann mun starfa sem þjálfari hjá Hnefaleikafélagi Akraness nú í vetur ásamt námi sínu.

 

Nánar er rætt við Valgerði og Þórð í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is