Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2011 02:17

Starfsmenn Norðuráls boðaðir til fundar

Verkalýðsfélag Akraness hefur boðað starfsmenn Norðuráls til fundar í Bíóhöllinni á Akranesi fimmtudaginn 15. september þar sem farið verður yfir stöðuna í samningamálum starfsmanna. Á fundinum munu forystumenn verkalýðsfélagsins kynna óformlega viðræður við forystumenn Norðuráls og kalla eftir viðbrögðum starfsmanna um áframhaldandi aðgerðir. Rúmir átta mánuðir eru liðnir síðan launaliður kjarasamninganna rann út og segir Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA óviðunandi að starfsmenn þurfi að una því. Í tilkynningu sem birt er á heimasíðu félagsins segir að krafist sé jöfnuðar í samningum meðal annar til jafns við það sem gerist í álveri Alcan í Straumsvík. Segir Vilhjálmur að launakjör starfsmanna Norðuráls séu talsvert lakari en gengur og gerist í sambærilegum verksmiðjum hér á landi. Í tilkynningunni segir ennfremur að viðræður um baráttumál eins og upptaka stóriðjuskóla sem muni skila starfsmönnum betri kjörum að loknu námi virðist nánast vera í höfn. Það eina sem strandi á í þeim efnum sé hversu mikla launahækkun starfsmenn beri úr bítum og hvenær skólinn hefjist.

 

 

 

Aðspurður segir Vilhjálmur það óneitanlega tefja fyrir viðræðum á Grundartanga að samningar starfsmanna Alcan hafi nýverið verið verið felldir. „Forráðamenn Norðuráls hafa boðið upphafshækkun upp á 7,21% á fyrsta ári til þeirra sem hafa starfað þrjú ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Það er óaðgengilegt og ekki nálægt þeim kröfum sem við gerum. Við munum hægja á viðræðum meðan verið er að fá niðurstöðu í samninga hjá Alcan en ég hef átt í óformlegum viðræðum við forráðamenn Norðuáls. Launaliðir samninganna hafa verið og eru í pattstöðu þar sem himinn og haf ber á milli. Við höfum ekki fengið neinar vísbendingar um vilja til að koma til móts við kröfur okkar enn.“

Aðspurður um aðgerðir segir Vilhjálmur starfsmenn ekki eiga verkfallsrétt til 2014 og slíkar aðgerðir séu því ekki uppi á borðinu. Forráðamenn Norðuráls geti þar af leiðandi fræðilega haldið samningaviðræðum í pattstöðu þangað til. Það þjóni hins vegar ekki hagsmunum fyrirtækins á neinn hátt þar sem tryggt sé með bókun hjá ríkissáttasemjara að næstu launasamningar sem verði undirritaðir séu afturvirkir til þess tíma að eldri samningur rann út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is