Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2011 07:01

Á þriðja hundrað manns á Akrafjall

Trúlega hefur ekki öllu stærri hópar gengið á Akrafjall en nýverið þegar á þriðja hundrað manns var þar á ferðinni, nemendur og kennarar frá Menntaskólanum í  Reykjavík. Fríður Halldórsdóttir íþróttakennari var meðal nokkurra tómstundakennara sem gekk með nemendum MR á fjallið, en alls taldi hópur nemenda 210. Fríða sagði í samtali við Skessuhorn að þetta hafi verið geysilega skemmtileg ferð og ekki hafi veðrið skemmt, um 16 gráðu hiti uppi á fjallinu, en sem betur fer smágola sem þerraði svita göngugarpanna. “Við fórum hringinn, fyrst var gengið á Geirmundartind og síðan yfir á Háahnúk. Við byrjuðum gönguna um klukkan hálftíu og þeir fyrstu voru komnir niður um hálfþrjú,” sagði Fríður.

 

 

 

 

Talsverð umferð var að rótum Akrafjalls um helgina og margir á fjallinu, enda nú einmitt aðal berjatíminn. Í gestabókina á Háahnjúki var skráð heil opna á sunnudeginum, en samt voru þeir fleiri sem gengu á Geirmundartind þann dag, að sögn eins göngugarpsins af mörgum sem fóru á fjallið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is