Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2011 12:01

Góð mæting á fjölþrautarmóti Skallagríms

Fyrsta fjölþrautarmót UMSB fór fram í Borgarnesi laugardaginn 3. september síðastliðinn. Mótið var ætlað ungmennum á aldrinum 11 – 15 ára og var mæting með besta móti en 63 ungmenni mættu til leiks frá tólf félögum víða að af landinu, meðal annars einn frá Egilsstöðum. Ingimundur Ingimundarson þjálfari hjá UMSB segir mat manna að mótið sé það fjölmennasta sem haldið hefur verið í þessum aldursflokki. Í flokki 11-13 ára var keppt í fjórum greinum; 60 metra hlaupi, langstökki, kúluvarpi og 400 metra hlaupi en í flokki 14 og fimmtán ára var keppt í fimm greinum; 80 metra grindahlaupi, kúluvarpi, hástökki, spjótkasti og 400 metra hlaupi.

Helstu úrslit í aldursflokkum:

 

Stúlkur 11 ára og yngri:

 1. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Breiðabliki 3074 stig
 2. María Sól Antonsdóttir Fjölni 2257 stig.
 3. Ólöf Erla Jónsdóttir Grundarfirði 2091 stig.
 4. Björg Hermannsdóttir Grundarfirði 2013 stig.

Piltar 11 ára og yngri:

 1. Arnar Smári Bjarnason UMSB 3074 stig.
 2. Dominik Wojciechowski Grundarfirði 2802 stig.
 3. Gísli Ölversson Breiðabliki 2491 stig.
 4. Sverrir Geir Gunnarsson UMSB 2367 stig.

Stúlkur 12 ára:

 1. Halla María Magnúsdóttir Selfossi 3439 stig.
 2. Harpa Svansdóttir Selfossi 3208 stig.
 3. Agnes Kristjánsdóttir Breiðabliki 3039 stig.

Piltar 12 ára:

 1. Reynir Zöega Geirsson Breiðabliki stig.

2. Styrmir Dan Steinunnarson Þorlákshöfn 3282 stig.

3. Helgi Guðjónsson UMSB 3027 stig.

 

Stúlkur 13 ára:

 1. Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki 3909 stig.
 2. Fríða Ísabel Friðriksdóttir UMSS 3559 stig.
 3. Vilhelmína Þór Óskarsdóttir Fjölni 3258 stig.

Piltar 13 ára:

 1. Alfons Sampsted Breiðabliki 3673 stig.
 2. Arnór Breki Ásþórsson Aftureldingu 3457 stig.
 3. Dagur Andri Einarsson FH 3448 stig.

Stúlkur 14 ára:

 1. Dagný Lísa Davíðsdóttir Selfossi 4004 stig.
 2. Andrea Vigdís Victorsdóttir Selfossi 3674 stig.
 3. Sandra Eiríksdóttir Aftureldingu 3596 stig.

Piltar 14 ára:

 1. Valdimar Friðrik Jónatansson Breiðabliki 3708 stig.
 2. Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki 2662 stig.
 3. Árni Ólafsson UMSB 2131 stig.
 4. Ómar Ólafsson UMSB 2034 stig.

Stúlkur 15 ára:

 1. Þorgerður Bettína Friðriksdóttir UMSS 3883 stig.
 2. Alda Björk Egilsdóttir Aftureldingu 2060 stig.

Piltar 15 ára:

 1. Sigurjón Hólm Jakobsson úr Breiðabliki 4080 stig.
 2. Daði Fannar Sverrisson frá Egilsstöðum 3900 stig.
 3. Baldvin Ásgeirsson UMSB 3086 stig.

Keppendur frá UMSB settu héraðsmet í öllum flokkum sem þeir kepptu í. Flestir bættu verulega árangur sinn frá fjölþrautamóti sem haldið var á Sauðárkróki í júlí síðastliðnum. Mikil leikgleði ríkti á mótinu, en mörg ungmennana voru að taka þátt í þraut í fyrsta sinn. Segir Ingimundur aðstandendur vonast til góð þátttaka gefi væntingar um að um árlegan viðburð geti orðið að ræða á Skallagrímsvelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is