Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2011 08:43

Mótmæla skertri þjónustu við heilsugæslu í Borgarnesi

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær var samþykkt bókun þar sem skertri þjónustu á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi er mótmælt. Þar segir m.a. að starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar hafi boðað sveitarstjórn á fund til sín þriðjudaginn 6. september sl. þar sem kynnt hafi verið bréf sem starfsfólk hefur sent framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. „Sveitarstjórn tekur heilshugar undir mótmæli starfsfólks varðandi fyrirhugaðan niðurskurð á rekstri heilsugæslustöðvarinnar, ekki síst þegar horft er til þess að áætlaður kostnaður á hvern íbúa innan starfssvæðis stöðvarinnar í Borgarnesi er allt að helmingi lægri en á öðrum heilsugæslustöðvum innan starfssvæðis Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Nauðsynlegt er að framkvæmdastjórn stofnunarinnar gefi skýringar á því hvað valdi þessum mun á milli starfsstöðva á Vesturlandi. Ekki er verjandi að gera kröfu um niðurskurð á heilsugæsluna í Borgarnesi þar sem hún hefur verið undirmönnuð um alllanga hríð.“

 

 

 

Í bókun sveitarstjórnar segir að viðvarandi læknaskortur undanfarið hafi leitt til þess að þjónusta við íbúa er orðin mun verri en áður var og með öllu ólíðandi að bið eftir læknatíma séu orðnir 11 til 14 dagar og bið eftir símatíma 1-2 dagar. „Það er því afar mikilvægt að leitað verði allra leið til að leysa úr læknaskorti hið fyrsta, því ekki verður lengur unað við þá stöðu sem er í dag.“

 

Dulin búseta eykur álag

Þá segir að Heilsugæslustöðin í Borgarnesi þjóni tæplega fjórðungi íbúa á Vesturlandi og starfssvæði hennar nái yfir ríflega helming af landshlutanum. „Dulin búseta er óvíða meiri en í Borgarbyggð vegna þess fjölda háskólanema sem stundar nám við skólana í héraðinu, auk þess eru um 2000 sumarhús á þjónustusvæði stöðvarinnar. Einnig þarf heilsugæslustöðin að sinna útköllum vegna slysa á um 100 km kafla á þjóðvegi 1. Stjórnvöld geta ekki lengur horft framhjá þessum staðreyndum þegar kemur að fjárveitingum til opinberra stofnana eins og lög- og heilsugæslu í Borgarbyggð. Sveitarstjórn Borgarbyggðar krefst þess að fjárveitingar til opinberra stofnana í Borgarbyggð verði teknar til endurskoðunar ekki síst vegna dulinnar búsetu sem hér er,“ segir að lokum í ályktun sveitarstjórnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is