Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2011 08:01

Þrjú keppnislið af Vesturlandi taka þátt í Útsvari

Spurningaþátturinn Útsvar í Ríkissjónvarpinu hóf göngu sína á ný 2. september síðastliðinn. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda og er sem fyrr undir stjórn Sigmars Guðmundssonar og Þóru Arnórsdóttur. Líkt og undanfarin ár verða þrjú keppnislið frá Vesturlandi í hópi 24 sveitarfélaga sem taka þátt. Það eru Akranes, Borgarbyggð og Snæfellsbær. Ýmist verða liðin skipuð sömu keppendum og í fyrra, skipt út að hluta eða að öllu leyti eins og raunin er í Borgarbyggð.

 

 

 

 

 

Í fjórðu þættinum sem sendur verður út föstudaginn 23. september keppir Snæfellsbær við Fjallabyggð. Fyrir Snæfellsbæ keppa Guðrún Lára Pálmadóttir, Þorkell Sigurmon Símonarson og Kári Viðarsson leikari sem kemur nýr inn í liðið.

 

Í fimmta þættinum, sem sendur verður út föstudaginn 30. september, keppir Akranes við Dalvíkurbyggð. Skagamönnum gekk prýðilega í fyrra og senda sömu liðsmenn aftur, þá Reyni Jónsson, Valgarð Lyngdal Jónsson og Þorkel Loga Steinsson.

 

Loks keppir Borgarbyggð við Álftanes í síðasta þætti fyrstu umferðar, föstudaginn 18. nóvember. Lið Borgarbyggðar er skipað nýjum keppendum, þeim Auði Ingólfsdóttur, Guðrúnu Björk Friðriksdóttur og Láru Lárusdóttur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is