Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2011 10:41

Stórsigur í síðasta heimaleiknum

Skagamenn buðu upp á markaveislu í síðasta heimaleiknum þetta sumarið. Líkt og síðasta haust urðu KA-menn fyrir barðinu á marksæknum framherjum ÍA sem skoruðu fimm sinnum án þess að gestunum tækist að svara fyrir sig. Góður leikur Skagamanna var punkturinn yfir i-ið í vel heppnaðri uppskeru- og sigurhátíð sl. laugardag þegar þeir tóku á móti bikarnum og sigurlaununum í 1. deildinni, eru nú með 51 stig þegar einn leikur er eftir í deildinni, sjö stigum meira en Selfoss sem um helgina tryggði sér hitt lausa sætið í Pepsi-deildinni næsta sumar.

 

 

 

 

Þórður Þórðarson þjálfari stillti upp ungu byrjunarliði og hvíldi gömlu mennina, nema Reyni Leósson sem var í hjarta varnarinnar ásamt Guðjóni Heiðari Sveinssyni líkt og í síðustu leikjum. Ungu strákarnir þökkuðu traustið, spiluðu mjög vel og ekki voru liðnar nema sex mínútur þegar fyrsta markið kom. Fannar Freyr Gíslason lagði þá boltann á Eggert Kára Karlsson sem var staddur rétt utan vítateigs og átti gott skot á markið, sem markvörður KA varði út í teiginn. Fannar Freyr var þar mættur eins og sönnum miðherja sæmir og skoraði. Skagamönnum tókst að skapa sér nokkur ágæt færi til viðbótar í fyrri hálfleiknum án þess að bæta við marki. KA menn voru þó að spila ágætlega í fyrri hálfleik án þess að skapa sér hættuleg færi.

 

ÍA byrjaði sinni hálfleikinn vel og strax á 50. mínútu bætti Mark Doninger við marki. Skömmu síðar var gömlu mönnunum Hirti Júlíus Hjartarsyni og Stefáni Þór Þórðarsyni skipt inn á. KA menn áttu sínar hættulegustu sóknir í kjölfarið en Árni Snær Ólafsson í marki Skagamanna varði vel. Þá var komið að þætti Hjartar í leiknum, sem var að spila sinn síðasta heimaleik með ÍA ef marka má yfirlýsingar hans nú að undanförnu. Þrjátíu mínúturnar sem hann spilaði í leiknum dugðu honum til að skora þrívegis, fyrst á 78. mínútu, síðan á síðustu mínútu venjulegs leiktíma og loks á síðustu mínútu framlengingar, þeirri 93. Í tveimur síðustu mörkunum slapp hann einn í gegn og renndi boltanum örugglega fram hjá Sandor Mathus í marki KA.

 

Að leik loknum var Skagamönnum afhent sigurlaun sín og fjöldi ungra iðkenda þusti inn á völlinn og fögnuðu með meisturum 1. deildar. ÍA leikur síðan síðasta leik sinn í deildinni gegn Leikni í Breiðholtinu nk. laugardag. Staða Leiknis er mjög slæm, en liðinu tókst aðeins að ná jöfnu gegn Gróttu um helgina. Leiknismenn þurfa að vinna ÍA og treysta á að HK vinni Gróttu til að halda sæti sínu í deildinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is