Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2011 11:57

Góður sigur Víkinga fyrir vestan

Víkingur Ólafsvík skaust upp í 5. sæti 1. deildar með góðum sigri á BÍ/Bolungarvík á Ísafirði á laugardaginn. Víkingur vann 1:0 og við þessi úrslit höfðu liðin sætaskipti í deildinni. Víkingar hafa enn möguleika á 4. sæti deildarinnar, takist þeim að sigra ÍR-inga á Ólafsvíkurvelli nk. laugardag, ef Fjölnir nær ekki sigri á Þrótti, en Grafarvogsliðið er stigi ofar en Víkingar fyrir síðustu umferðina.

Leikurinn á Ísafirði var fremur tilþrifalítill. Lítið markvert gerðist lengi vel, markalaust í fyrri hálfleiknum, en Víkingum tókst síðan að skora um miðjan hálfleikinn. Þeir fengu þá vítaspyrnu sem Arjoms Goncars skoraði úr. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metin, en leikurinn endaði leiðinlega þegar framherji Vestfirðinganna tæklaði Nesta, varnarmenn Víkings, grimmilega. Flytja þurfti leikmanninn á sjúkrahús og tókst ekki að stoppa svöðusár á ökkla fyrr en þangað var komið, samkvæmt lýsingu á heimsíðu Víkinga. Ólíklegt verður því að telja að Nesta geti leikið síðasta leikinn með Víkingum.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is