Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2011 03:15

Tvö hundruð manns plönkuðu á afmæli FVA

Starfsmenn og nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fögnuðu því í dag að 34 ár eru liðin frá stofnun skólans. Í tilefni þess var starf skólans fellt undir merki Heilsueflandi framhaldsskóla. Skólinn er einn af 24 framhaldsskólum sem taka þátt í verkefninu sem var þróað af Lýðheilsustöð í samráði við Velferðarráðuneytið en markmiðið með verkefninu er að stuðla markvisst að velferð og góðri heilsu framhaldsskólanemenda. Rannsóknir hafa sýnt að heilsueflandi umhverfi bætir líðan nemenda og stuðlar að betri námsárangri.

 

 

 

 

Atli Harðarson skólameistari FVA sagði í ræðu í tilefni dagsins heilsueflingu í framhaldsskólum ekki snúast um dýrar heilsu- eða íþróttavörur. Hún snerist ekki heldur um að vinna ofurmannleg afrek á sviði íþrótta svo sem að hlaupa maraþon eða róa á kajak kringum landið. Heilsueflingarstefna snerist miklu fremur um breyttar og hollar lífsvenjur svo sem nógan svefn, hollt mataræði og hæfilega hreyfingu að ógleymdu því að sniðganga áfengis- og vímuefnaneyslu hverju nafni sem hún nefndist.

 

Eftir ræður bæjarstjóra, Árna Múla Jónassonar, Atla Harðarsonar skólameistara og Guðbjartar Hannessonar velferðarráðherra og fleiri, gengu nemendur og starfsfólk fylktu liði niður á Faxabraut þar sem þeir röðuðu sér á vegginn við Sementsverksmiðjuna og „plönkuðu“. Talið er að rúmlega tvöhundruðu manns hafi lagst flatir á vegginn sem nær því ekki að teljast Íslandsmet í þessari mjög svo óhefðbundnu íþróttagrein, en leiða má að því líkum að um framhaldsskólamet sé að ræða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is