Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2011 09:01

Margir sýna útboðsgögnum í Þverá áhuga

Í heimi laxveiðimanna er það jafnan frétt þegar stórar og fengsælar laxveiðiár fara í útboð. Veiðifélag Þverár í Borgarfirði hefur nú ákveðið að óska eftir tilboðum í veiðirétt á vatnasvæðinu en í því eru Þverá og Kjarará ásamt Litlu Þverá.  Óskað er tilboða í allt vatnasvæðið. Núverandi leigutaki er Sporður ehf, en samningur félagsins rennur út í lok veiðitíma sumarið 2012. Sporður hefur haft ána á leigu sl. 25 ár. Veiðifélagið lítur svo á að hver sá sem hreppir hnossið þurfi að vita af því með góðum fyrirvara þannig að sölustarfsemi geti hafist í tæka tíð. Því var útboðið auglýst um síðustu mánaðamót og stefnt að því að opna tilboð 1. nóvember. Það er LEX lögmannsstofa sem sér um afhendingu allra gagna og framkvæmd útboðsins fyrir veiðifélagið. Að sögn Kristjáns F Axelssonar formanns stjórnar Veiðifélags Þverár höfðu sjö aðilar sótt útboðsgögn síðasta föstudag. Bendir það til mikils áhuga fyrir ánni.

 

 

 

Á vef Landssambands veiðifélaga segir að allt frá hruninu 2008 hafi verð veiðileyfa hækkað mun minna en sem nemur almennum vísitöluhækkunum. Nú í sumar hafi þó eftirspurn eftir veiðileyfum vaxið og án efa bíði mörg veiðifélög spennt eftir niðurstöðum þessa útboðs á Þverá. Það kunni að gefa tóninn um verðbreytingar á næstunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is