Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2011 08:01

Stofnun svæðisgarðs samþykkt í Grundarfirði

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samhljóða samþykkt að taka þátt í stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Grundarfjarðarbær er því fyrsta sveitarfélagið til að samþykkja með formlegum hætti þátttöku í þessu sameiginlega verkefni Snæfellinga.

Í bókun bæjarstjórnar segir að einstök náttúra og sterk ímynd Snæfellsness sé auðlind. Sú auðlind verði best nýtt og varðveitt með samstarfi Snæfellinga. “Með þetta að leiðarljósi samþykkir bæjarstjórn Grundarfjarðar að taka þátt í stofnun svæðisgarðs á Snæfellsnesi. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af verkefnistillögu sem undirbúningshópur skipaður fulltrúum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og aðila í atvinnulífinu hefur unnið að,” segir í bókuninni. Þá samþykkti bæjarstjórn einnig að taka þátt í afla fjármagns til verkefnisins og að hefja gerð svæðisskipulags um svæðisgarðinn.

“Bæjarstjórn telur að stofnun svæðisgarðs muni marka þáttaskil í samstarfi og sókn Snæfellinga til framtíðar,“ segir að lokum í bókun bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is