Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2011 09:01

Vann við útskurð á vígásum sýningarinnar um Snorra í Reykholti

Norski tréskurðarmeistarinn Bjarte Aarseth kom tvívegis til Reykholts í sumar, í byrjun júlí og lok ágúst, þar sem hann vann við útskurð á vígásum sýningarinnar um Snorra Sturluson, sem nú er í smíðum. Vígásar eru samkvæmt orðabókinni tré ætluð til þess að varna ófriðarmönnum inngöngu í hús og voru á miðöldum við anddyri kirkna og bæjarhúsa. Þeir verða því settir við innganginn á sýninguna. Það var Sigríður Kristinsdóttir sem hannaði grunnmynd verksins eftir hugmynd Óskars Guðmundssonar, sagnfræðings og höfundar ævisögu Snorra, sem jafnframt er höfundur að sýningartextum.

 

 

 

 

Bjarte er aðal tréskurðarmeistari norska þjóðminjasafnsins og vann hann að útskurðinum í sýningarrými Snorrastofu. Hann bauð fólki að fylgjast með, eins og hann er vanur að gera í víkingaskipasafninu í Ósló og vakti það mikla athygli sýningargesta, sem nutu þess að fylgjast með miklum meistara í útskurði. Bjarte á eftir að koma aftur í Reykholt til að ljúka útskurði á súlum, sem eru hluti vígásanna. Þá eru uppi hugmyndir um að mála vígásana en það verður gert í líflegum litum, í anda miðalda, að sögn Bergs Þorgeirssonar, forstöðumanns Snorrastofu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is