Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2011 03:01

Segir rallý vera upplagðan vettvang til að fá útrás

Þrjár vestlenskar áhafnir kepptu í Snæfellsnesrallýinu sem keppt var í fyrstu helgina í september. Mestu athygli vöktu að þessu sinni hjónin Aðalsteinn Símonarson og Guðný Jóna Guðmarsdóttir frá Borgarnesi. Af þremur vestlenskum áhöfnum voru þau einu sem luku keppni, urðu í fimmta sæti yfir heildina og í fyrsta sæti í eindrifsflokki. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti sem þau óku saman og voru ánægð með niðurstöðuna enda var helsta markmiðið, svona í fyrsta skipti, að ljúka öllum leiðum – sem þau gerðu. Alli og Guðný kynntust undir jökli, í þessu sama rallýi, fyrir tveimur árum og var því vel við hæfi að á Snæfellsnesi keyrðu þau saman í fyrsta skipti.

Á köldum haustdegi í síðustu viku settumst við niður með Guðnýju og ræddum við hana um akstursíþróttina sem hún segir mega fá meiri umfjöllun. Þá segir hún sorglegt að ungt fólk sé að deyja í kappakstri á Sæbrautinni þegar til er upplagður vettvangur til að fá útrás, í rallýinu.

 

Nánar er rætt við Guðnýju Jónu Guðmarsdóttur ökuþór í Borgarnesi í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is