Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2011 09:01

Lauk göngu sem hafin var 2009

Þriðjudaginn 9. ágúst í sumar gekk Sigríður Sigurðardóttir á fjallið Skessuhorn í Borgarfirði. Fjallganga sú væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þær sakir að með henni var Sigríður að ljúka gönguferð sem hún lagði upp í 28. mars árið 2009. Örlögin ætluðu henni greinilega ekki að ljúka gönguna í það skiptið því hún féll hátt í 200 metra niður snarbrattar hlíð fjallsins með þeim afleiðingum að hún höfuðkúpubrotnaði, reif lærvöðva og skaddaðist á hálsliðum. Björgun hennar niður af fjallinu er ein umfangsmesta björgunaraðgerð sem framkvæmd hefur verið á Vesturlandi síðari árin. Um tíu tímar liðu frá því að slysið varð þangað til Sigríður var komin undir læknishendur í byggð.

 

Nánar er rætt við Sigríði Sigurðardóttur í Skessuhorni vikunnar en hún sigraði fjallið í annarri tilraun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is