Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2011 10:01

Ármann Smári til liðs við ÍA

Skagamenn fengu sterkan leikmann bæði varnar- og sóknarlega til liðs í gær, þegar skrifað var undir þriggja ára samning við Hornfirðinginn stæðilega Ármann Smára Björnsson. Ármann Smári kemur til ÍA frá Hartlepool í Englandi þar sem hann var á samningi til loka júní á þessu ári. Ármann, sem hefur bæði leikið stöðu miðherja og miðvarðar, hóf sinn feril hjá Sindra. Þaðan lá leið hans til Vals og FH, en frá FH fór hann til Brann í Noregi og síðan til Hartlepool.  Á heimasíðu ÍA segir að Skagamenn séu mjög ánægðir með að hafa fengið Ármann Smára til félagsins. Hann hefur æft töluvert með félaginu í sumar, en Ármann er sem stendur búsettur ásamt fjölskyldunni sinni hjá tengdaforeldrum á Skaganum.

 

 

 

"Ármann Smári er mikil styrkur fyrir liðið. Hann er sterkur leikmaður sem getur bæði spilað í vörn og sókn. En það sem skiptir miklu máli fyrir mig og félagið er að hann er frábær karakter sem passar vel inn í hópinn. Leikmaður sem er með hjartað á réttum stað og er tilbúinn að leggja hart að sér til þess að ná árangri," sagði Þórður Þórðarson þjálfari Skagamenn við undirskrift samnings í gær.

 

Þetta er annar samningurinn á jafn mörgum dögum sem Skagamenn ganga frá. Í fyrradag var samið til eins árs við miðju- og sóknarmanninn Mark Doninger. Von er á frekari fréttum af leikmannamálum félagsins á næstu dögum og vikum, segir á heimasíðu ÍA.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is