Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2011 08:01

Óánægja með tillögur innanríkisráðherra

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í Reykhólahreppi segir íbúa sveitarinnar vonsvikna með ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að taka ekki tillit til óska íbúa í Reykhólasveit varðandi val á nýju vegstæði um Gufudalssveit. Með ákörðuninni segir hún ráðherra vera að ganga þvert á óskir þeirra, en í tillögum hans að nýju vegstæði er gert ráð fyrir að áfram verði ekið um Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Með ákvörðuninni sé ekki verið að hugsa um hag og öryggi þeirra sem nota vegina en sem dæmi er fjölda barna ekið yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls á leið til og frá skóla á degi hverjum yfir vetrartímann. Verið sé að velja leið með hæsta slysastuðulinn af þeim leiðum sem lagðar hafa verið til.

 

 

 

Á fundi sem haldinn var í Bjarkarlundi 8. júlí síðastliðinn tilkynnti ráðherra að hann hefði ákveðið að skipa samráðshóp sem skyldi móta tillögur um staðsetningu framtíðarvegar um Gufudalssveit og Múlasveit í A-Barðastrandarsýslu. Væri hópnum ætlað að komast að niðurstöðu um hagkvæma leið sem sátt yrði um. Sú tillaga sem hann hafi lagt fyrir Alþingi um framkvæmdir í vegamálum á sunnanverðum Vestfjörðum sé hins vegar hvorki í sátt við íbúa Reykhólasveitar né aðra íbúa sunnanverðra Vestfjarða. Auk þess ýti hún ekki undir tiltrú manna á loforð hans um að göng verði gerð undir Hjallaháls við fyrsta tækifæri. Segir Ingibjörg íbúa á svæðinu gera sér grein fyrir því að taka verði tillit til kostnaðar og framkvæmdatíma. Láglendisvegur með þverun fjarða og styttingu leiðar sé kostnaðarsamari og tímafrekari og byggðir á sunanverðum Vestfjörðum þoli ekki mikinn drátt á framkvæmdum í samgöngumálum. Almennt mat í sveitinni sé hins vegar að fyrirhugaðar framkvæmdir séu markaðar af skammsýni og taki ekki mið af sparnaði samfélagsins í heild til lengri tíma litið út frá auknu umferðaröryggi og styttingu leiðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is