Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2011 09:23

Munu berjast fyrir jöfnum hlut kvenna á sviði knattspyrnu

Félag áhugafólks um kvennaknattspyrnu (FÁK) var stofnað 19. júní sl., á 96 ára afmæli kosninga- og kjörgengisréttar kvenna á Íslandi. Megin tilgangur félagsins er að standa vörð um hag kvenna í íslenskri knattspyrnu ásamt því að búa til vettvang fyrir skoðanir hagsmunaaðila. Meðal fyrstu markmiða félagsins er að auka aðsókn á kvennaleiki, bæði lands- og félagsliða, auka umfjöllun og umræðu um knattspyrnu kvenna og jafna hlut kvenna og karla á öllum sviðum íslenskrar knattspyrnu. Heimasíða félagsins, www.kvennafotbolti.is verður sett í loftið á morgun, laugardag, en þá leika bæði A landslið Íslands og U19-landslið kvenna í undankeppni Evrópumótsins.

 

 

 

 

Meðal stofnenda FÁK eru þrír þjálfarar yngri flokka kvenna, einn þjálfari meistaraflokks kvenna og foreldrar stúlkna sem æfa knattspyrnu. Stofnendurnir telja aðsókn á leiki íslenskra kvennalandsliða og félagsliða almennt ekki nægilega góða, umfjöllun og áhuga fjölmiðla oft ekki vera í samræmi við árangur kvennalandsliða okkar og að oft sé ekki borin nægilega mikil virðing fyrir knattspyrnu kvenna meðal almennings og því var ákveðið að stofna félag til stuðnings knattspyrnu kvenna á Íslandi.

 

Aðdragandinn að stofnun félagsins hefur verið þó nokkur en hugmyndina átti Ólafur Lúther Einarsson, þriggja stúlkna faðir á höfuðborgarsvæðinu, en tvær elstu dætur hans, sem eru 10 ára og 6 ára, æfa knattspyrnu. Það hefur vakið athygli hans hversu fáir áhorfendur mæta á leiki meistaraflokka kvenna í samanburði við meistaraflokk karla.

 

„Ég held að skýringin á þessum mismun sé fyrst og fremst þekkingarleysi og að fólk sé almennt ekki meðvitað um kvennaknattspyrnuna. Ég var sjálfur alls ekki nógu meðvitaður um knattspyrnu kvenna fyrr en elsta dóttir mín fór að æfa og við fórum að fara á leiki saman, bæði karla- og kvennaleiki,“ segir Ólafur Lúther sem jafnframt er formaður hins nýja félags.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is