Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2011 11:01

Skýrsla um gæði strandveiðiafla

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti  í liðinni viku skýrslu Matís um gæði strandveiðiafla í sumar. Niðurstöður hennar sýna framför í meðferð og kælingu afla strandveiðibáta. Skýrsluhöfundar telja að strandveiðiflotinn standist í þeim efnum samanburð við hina hefðbundnu dagróðrabáta.  Þá er blóðgun strandveiðiafla talin fullnægjandi að mati kaupenda. Það að aflinn er með góðu lífsmarki þegar hann kemur um borð stuðlar að því að fiskurinn blóðtæmir sig vel. Aftur á móti er stærðarflokkun strandveiðiaflans ófullnægjandi, talsvert er um hringorm og þaraþyrskling í afla sem dreginn er svo nærri landi og bæta má verulega úr röðun og frágangi í ker hjá strandveiðibátum og sama gildir um aðra dagróðrabáta.

 

 

 

 

Skýrsluhöfundar benda á að setja þarf skýrari reglur um slægingu strandveiðiafla og leggja áherslu á bætta meðferð með aukinni fræðslu, að bannað verði að fara íslaus á sjó og að áfram verði lögð áhersla á mælingar og eftirlit. Auk Matís komu að gerð skýrslunnar Fiskistofa, Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is